Fundaði með fjölmennum hópi úr baklandinu í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2022 09:18 Guðlaugur Þór Þórðarson liggur undir feldi varðandi ákvörðun sína um framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2/Arnar Fjölmennt var á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með stuðningsmönnum sínum í Grafarvogi í gærkvöldi samkvæmt heimildum fréttastofu. Hugur var í fólki. Fundi lauk þó án þess að Guðlaugur Þór ákveddi hvort hann ætlaði fram til formanns á landsfundi Sjálfstæðisflokksins aðra helgi. Fundurinn fór fram í húsnæði Félags Sjálfstæðismanna í Grafarvogi í Hverafold. Óhætt er að segja að Guðlaugur Þór hafi verið á heimavelli á fundinum enda býr hann svo til í næstu götu í Grafarvoginum. Samkvæmt heimildum voru hátt í hundrað manns sem sóttu fundinn. Hiti hefur færst í leikinn í forystu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundar. Nýtilkomnar vangaveltur Bjarna Benediktsson, formanns flokksins og fjármálaráðherra, að halda sig ekki endilega við fyrri áhorf um ráðherraskipti að liðnum átján mánaða líftíma ríkisstjórnar vakti stuðningsfólk Guðlaugs Þórs og hann sjálfan til umhugsunar. Þótti ljóst að Bjarni væri að senda Guðlaugi Þór skilaboð um að ráðherrastól hans væri ógnað. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í flokknum í fréttaskýringu á Vísi í gær. Guðlaugur Þór blés til sóknar og liggur nú undir feldi hvort hann láti verða af því að bjóða sig fram gegn Bjarna til formanns flokksins á landsfundinum í Laugardalshöll sem hefst föstudaginn 4. nóvember. Töluverður fjöldi stuðningsmanna hans hafa skráð sig til leiks á landsfundinn. Bakland Guðlaugs er sterkt í grasrót flokksins og líkur á því að hann gæti velt Bjarna undir uggum í kosningu á landsfundi þótt formaðurinn þætti fyrirfram sigurstranglegri. Það sætti tíðindum ef Guðlaugur Þór myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni nú þegar eitt ár er liðið af kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Það er þó langt í frá einsdæmi. Bjarni þurfti að hafa heilmikið fyrir hlutunum þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá fyrrverandi borgarstjóri, bauð fram til formanns gegn Bjarna árið 2011. Bjarni hafði betur með 55 prósent atkvæða. Bjarni segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að þeir Guðlaugur Þór hafi ekkert rætt málin sín á milli. Mat hann sem svo að engin átök hefðu verið á milli þeira, raunar ágætis samstarf. „Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ sagði Bjarni um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Dæmi eru um að fólk bíði fram á síðustu stundu með að bjóða fram krafta sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Árið 2015 bauð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sig fram til ritara þegar landsfundur var þegar hafinn. Hún bauð sig fram gegn Guðlaugi Þór, sitjandi ritara, sem ákvað í framhaldinu að gefa ekki kost á sér. Framboð Áslaugar Örnu hefði komið honum á óvart. „Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Frétt af því frá 2015 má sjá að neðan. Áslaug Arna sagði á þeim tíma að ákvörðun Guðlaugs Þórs hefði komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau væru sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Þetta var þó ekki í síðasta skipti sem Áslaug Arna og Guðlaugur sóttust eftir sama hnossi. Þau börðust um oddvitann í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra þar sem Guðlaugur hafði að lokum betur. Hann fagnaði sigrinum vel og innilega eins og heyra mátti í umtalaðri sigurræðu. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur í ræðu sinni. Stuðningsmenn fögnuðu Guðlaugi innilega og heyrðist kallað „losaðu þig við Bjarna“. Annar kallaði „formaðurinn“ í gleðivímu. Barist um starf ritara Hvort af baráttu verði um formannsembættið á eftir að koma í ljós. Þó er ljóst að að minnsta kosti þrír ætla sér embætti ritara hjá flokknum. Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn flokksins, hafa tilkynnt um framboð. Sömu sögu er að segja um Helga Áss Grétarsson varaborgarfulltrúa flokksins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sækist eftir endurkjöri til varaformanns. Enginn annar hefur boðið sig fram. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Fundurinn fór fram í húsnæði Félags Sjálfstæðismanna í Grafarvogi í Hverafold. Óhætt er að segja að Guðlaugur Þór hafi verið á heimavelli á fundinum enda býr hann svo til í næstu götu í Grafarvoginum. Samkvæmt heimildum voru hátt í hundrað manns sem sóttu fundinn. Hiti hefur færst í leikinn í forystu Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda landsfundar. Nýtilkomnar vangaveltur Bjarna Benediktsson, formanns flokksins og fjármálaráðherra, að halda sig ekki endilega við fyrri áhorf um ráðherraskipti að liðnum átján mánaða líftíma ríkisstjórnar vakti stuðningsfólk Guðlaugs Þórs og hann sjálfan til umhugsunar. Þótti ljóst að Bjarni væri að senda Guðlaugi Þór skilaboð um að ráðherrastól hans væri ógnað. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í flokknum í fréttaskýringu á Vísi í gær. Guðlaugur Þór blés til sóknar og liggur nú undir feldi hvort hann láti verða af því að bjóða sig fram gegn Bjarna til formanns flokksins á landsfundinum í Laugardalshöll sem hefst föstudaginn 4. nóvember. Töluverður fjöldi stuðningsmanna hans hafa skráð sig til leiks á landsfundinn. Bakland Guðlaugs er sterkt í grasrót flokksins og líkur á því að hann gæti velt Bjarna undir uggum í kosningu á landsfundi þótt formaðurinn þætti fyrirfram sigurstranglegri. Það sætti tíðindum ef Guðlaugur Þór myndi bjóða sig fram gegn sitjandi formanni nú þegar eitt ár er liðið af kjörtímabili ríkisstjórnarinnar. Það er þó langt í frá einsdæmi. Bjarni þurfti að hafa heilmikið fyrir hlutunum þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá fyrrverandi borgarstjóri, bauð fram til formanns gegn Bjarna árið 2011. Bjarni hafði betur með 55 prósent atkvæða. Bjarni segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að þeir Guðlaugur Þór hafi ekkert rætt málin sín á milli. Mat hann sem svo að engin átök hefðu verið á milli þeira, raunar ágætis samstarf. „Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ sagði Bjarni um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs. Dæmi eru um að fólk bíði fram á síðustu stundu með að bjóða fram krafta sína á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Árið 2015 bauð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sig fram til ritara þegar landsfundur var þegar hafinn. Hún bauð sig fram gegn Guðlaugi Þór, sitjandi ritara, sem ákvað í framhaldinu að gefa ekki kost á sér. Framboð Áslaugar Örnu hefði komið honum á óvart. „Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Frétt af því frá 2015 má sjá að neðan. Áslaug Arna sagði á þeim tíma að ákvörðun Guðlaugs Þórs hefði komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau væru sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Þetta var þó ekki í síðasta skipti sem Áslaug Arna og Guðlaugur sóttust eftir sama hnossi. Þau börðust um oddvitann í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í fyrra þar sem Guðlaugur hafði að lokum betur. Hann fagnaði sigrinum vel og innilega eins og heyra mátti í umtalaðri sigurræðu. „Þið skulið alveg átta ykkur á því að við höfum kannski haldið að þetta væri tiltölulega einfalt að því leytinu til að sá sem hér stendur hefur mælst vinsælasti ráðherra Sjálfstæðisflokksins, eini Sjálfstæðismaðurinn sem hefur unnið erfiðasta kjördæmi okkar, Reykjavík norður, ekki einu sinni, heldur þrisvar. Samt sem áður var lögð einhver gríðarlega mikil áhersla á það að sjá til þess að sá sem hér stendur, og það er ekki bara ég, heldur þið, myndi ekki fá að vera áfram oddviti. Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur í ræðu sinni. Stuðningsmenn fögnuðu Guðlaugi innilega og heyrðist kallað „losaðu þig við Bjarna“. Annar kallaði „formaðurinn“ í gleðivímu. Barist um starf ritara Hvort af baráttu verði um formannsembættið á eftir að koma í ljós. Þó er ljóst að að minnsta kosti þrír ætla sér embætti ritara hjá flokknum. Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason, þingmenn flokksins, hafa tilkynnt um framboð. Sömu sögu er að segja um Helga Áss Grétarsson varaborgarfulltrúa flokksins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sækist eftir endurkjöri til varaformanns. Enginn annar hefur boðið sig fram.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50 Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Bjarni segir engin átök hafa verið á milli hans og Guðlaugs Þórs „Við höfum ekki rætt þessi mál. Það hafa ekki verið nein átök á milli okkar, bara ágætis samstarf verð ég að segja. Að því leytinu til kæmi mér á óvart ef þetta endaði með einhverjum átökum um forystuna í flokknum,“ segir Bjarni Benediktsson um mögulegt formannsframboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 27. október 2022 06:50
Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35