Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. október 2022 12:38 Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Vísir/Sigurjón Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum