Tókst ekki að sanna meint einelti af hálfu Írisar Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 20:18 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. vísir/Jói K Vestmannaeyjabær var í gær sýknaður af öllum kröfum fyrrverandi yfirhafnsögumanns Vestmannaeyjahafnar vegna þess að hann var ekki ráðinn í stöðu hafnarstjóra. Hann bar Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar þungum sökum vegna meints eineltis í hans garð. Vestmannaeyjahöfn var hins vegar dæmd til að greiða manninum bætur vegna ágalla á ráðningarferlinu. Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað. Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, sakaði Írisi um einelti og lygar og sagði starfi sínu lausu vegna málsins síðasta sumar. Forsaga málsins er sú að Andrés sótti um starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar en hlaut það ekki. Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sakaði hann Írisi um að hafa beitt sér fyrir því að annar en hann yrði ráðinn í starfið. Þá sagði hann að hann sæi sér ekki annan kost færan en að flytja frá Vestmannaeyjum. Eftir að hafa ekki fengið starfið höfðaði Andrés mál á hendur Vestmannaeyjabæ og Vestmannaeyjahöfn. Í gær féll dómur í málinu sem hefur þó ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands. Bæjarmiðillinn Eyjar.net greinir frá niðurstöðum málsins. Einelti ekki sannað Í niðurstöðum héraðsdóms segir að Andrési hafi ekki tekist að sanna að hann hefði þurft að þola yfirgang og ósanngjarna framkomu af hálfu bæjarstjórans eða starfsmanna bæjarins. Vestmannaeyjabær var þess vegna sýknaður af öllum kröfum Andrésar. Hins vegar segir í dóminum að brotalamir hafi verið á ráðningarferlinu þegar Dóra Björk Gunnarsdóttir var ráðin hafnarstjóri. Þar segir að hafnarstjórn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni né veitt stefnanda andmælarétt vegna greinargerðar Hagvangs, sem sá um ráðningarferlið. Andrés sagðist á sínum tíma vera sérstaklega hissa á því að í hæfnismatinu, sem unnið var að Hagvangi, hafi skipstjórnarmenntun skorað núll stig. Hann sagði að samkvæmt BSRB eigi skipstjórnarmenntun að vega þungt á metunum við val á hafnarstjóra. Vegna brotalama á ráðningarferlinu var Vestmannaeyjahöfn dæmd til að greiða Andrési 600 þúsund krónur í miskabætur auk 3,6 milljóna króna í málskostnað.
Vestmannaeyjar Dómsmál Hafnarmál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira