Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 09:18 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Nick Wagner Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki. Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í færslum á eigin samfélagsmiðli sagði Trump að Arthur Engoron, dómari, væri grimmur, hlutdrægur og kvikindislegur. Einungis nokkrir dagar eru í að málaferlin í því máli, sem snýr að því að Trump og börn hans hafa verið sökuð um fjársvik og sakaði Trump dómarann um að taka þátt í ráðabruggi kommúnista um að taka yfir fyrirtæki hans. Réttarhöldin eiga að hefjast á fimmtudaginn og þá mun Engoron taka fyrir beiðni saksóknara um að óháður aðili verði fenginn til að vakta Trump Organization vegna ummerkja um að forsvarsmenn fyrirtækis Trump hafi gripið til aðgerða með því markmiði að komast hjá refsingu og mögulegum sektum. Meðal annars með því að stofna nýtt félag sem heitir Trump Organization II. Þá hefjast opnunarræður í málaferlum vegna meintra skattsvika fyrirtækis Trump á mánudaginn. Trump, sem þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta í þriðja sinn í kosningunum árið 2024, kvartaði einnig í áðurnefndar færslur á Truth Social yfir því að hann þyrfti að standa í málaferlum í kringum þingkosningarnar sem fara fram þann 8. Október. Repúblikanar þykja líklegir til að taka yfir stjórn beggja deilda Bandaríkjaþings í kosningunum. Sjá einnig: Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Trump hélt því fram að samkvæmt óskrifuðum reglum varðandi mál sem tengjast stjórnmálum séu ekki tekin fyrir þegar svo stutt er í kosningar. Með því að neita kröfum Trump við frest væru dómarar málanna að brjóta gegn langstandandi og kröftugri hefð. Hann ýjaði einnig að því að dómararnir væru að brjóta gegn óskrifuðum reglum og lögum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að Engoron hafi komið að nokkrum öðrum málum gegn Trump og hafi ítrekað úrskurðað gegn honum. Hann hafi meðal dæmt hann fyrir að vanvirða dóm og sektað Trump fyrir að draga lappirnar varðandi afhendingu gagna. Engoron þvingaði Trump einnig til að bera vitni í einu máli þar sem Trump neitaði rúmlega fjögur hundruð sinnum að svara spurningum saksóknara og nýtti sér rétt Bandaríkjamanna til að sakbenda ekki sjálfa sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02 Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Sakfelldir fyrir ráðabrugg um að ræna ríkisstjóra Þrír karlmenn á þrítugs og fimmtungsaldri voru sakfelldir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir tilheyrðu vopnaðri öfgasveit sem mislíkaði aðgerðir Whitmer til að stemma stigu við kórónuveirufaraldrinum. 26. október 2022 16:02
Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago. 21. október 2022 20:42