„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2022 11:30 Bjarni Benediksston, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta sagði Bjarni í Sprengisandi í dag en hann vildi ekki segja hvað Guðlaugur hefði sagt og hvort hann myndi bjóða sig fram. Guðlaugur hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll í dag, þar sem hann mun líklegast tilkynna framboð sitt. „Verður Guðlaugur Þór ekki bara að eiga sitt móment?“ sagði Bjarni við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi. „Það er í lagi mín vegna.“ Kristján sagði að Guðlaugur væri líklega ekki að boða til fundar til þess að segja ekki neitt og að hann myndi ræða við Bjarna á þeim grundvelli að Guðlaugur ætlaði að bjóða sig fram. Bjarni sagðist alltaf hafa verið skýr um það að enginn ætti tilkall til þess að halda formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum eða öðrum kjörnum embættum. „Það á enginn tilkall til þess að vera kosinn á Alþingi yfir höfuð eða fá einhver embætti innan þingflokksins eða annars staðar.“ Bjarni sagði þetta hluti sem ráða ætti fram úr með lýðræðislegum hætti. Hann væri stoltur teldi það heiður fyrir sig að hafa fengið að vera formaður Sjálfstæðisflokksins svo lengi. Hann tók við embættinu árið 2009. „Ég er enn af fullum krafti að vinna að framgangi okkar stefnumála og mér finnst það hafa gengið vel. Mér finnst við hafa skilað frábærum árangri og það er árangur sem að ég tel að eigi að vera aðal mælikvarðinn á það hvort maður geti verið sáttur við sitt framlag,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði einnig í þættinum að vinni hann ekki væntanlegan formannsslag sé hans tíma í íslenskum stjórnmálum lokið. „Ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það. Ef að mínum tíma sem formanni líkur í þessu kjöri, þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Bjarni og bætti við að honum þætti það eðlilegast. Bjarni sagðist einnig hafa rætt við Guðlaug nokkrum sinnum á undanförnum dögum. Engin gagnrýni sem varða málefnalegur áherslur Sjálfstæðisflokksins hefðu komið fram í þeim samtölum. „Ég myndi geta skilið það mjög vel, ef menn hefðu sagt: „Heyrðu, við erum bara á rangri braut. Við þurfum að breyta um stefnu. Við þurfum að einbeita okkur að málaflokkum sem hafa verið skildir útundan.“ en það er alls ekki heldur varðar þetta fyrst og fremst, eins og ég er að upplifa það, það hvernig flokkurinn starfar og hvernig innra starf flokksins fer fram og aðrir slíkir þættir. Jafnvel verkaskipting milli fólks,“ sagði Bjarni. Hlusta má á viðtalið við Bjarna í spilaranum hér að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira