Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 23:00 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Guðlaugur boðaði til fundar í Valhöll í dag, þar sem hann tilkynnti formlega að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis formanns flokksins á landsfundi sem fer fram næstu helgi. Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur ljóst að Guðlaugur telji sig eiga mikla möguleika á að bera sigur úr býtum í formannsslagnum. Það sé ekki alltaf svo þegar fólk bjóði sig fram til forystu innan stjórnmálaflokka. „Mér fyndist ólíklegt að þetta væri táknrænt framboð, bara vegna þess eins að Guðlaugur Þór er búinn að vera svo lengi í pólitík. Þetta er ekki eins og sum framboð sem maður hefur séð, þar sem fólk er að reyna að vekja athygli á sér. Guðlaugur Þór þarf þess ekki,“ segir Eva. Lesa megi í orð Bjarna á fleiri en einn veg Bjarni Benediktsson hefur þá gefið það út að tapi hann formannsslagnum þýði það að hans tíma í pólitík verði lokið. Eva segir tvær leiðir helstar til að lesa í þau orð: „Ég held að það sé hægt að lesa í það með tvennum hætti. Ef hann tapar fyrir Guðlaugi þá gæti verið eðlileg krafa að nýr formaður tæki við forystuhlutverki innan ríkisstjórnarsamstarfsins,“ segir Eva, en bendir þó á að breytingar þar á geti verið gerðar í áföngum. „Það er líka hægt að skilja þetta með þeim hætti að hann sé að vekja athygli á því að mögulega sé ríkisstjórnarsamstarfið í uppnámi ef skipt verður um formann. Það er ekkert víst, og fer bara eftir því hvernig fólk myndi bregðast við því, innan hinna flokkanna,“ segir Eva. Sá fyrirvari geti þó annað hvort verið taktískur í aðdraganda formannskjörsins, eða það sé hreinlega rétt hjá Bjarna að breytingar í forystu flokksins myndu setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Eva bendir á að þegar ríkisstjórnarflokkar stokki upp í forystu sinni geri þeir það alla jafna nær kosningum en nú er raunin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagðist Bjarni hafa greint frá þessu til þess að deila því með fólki að hann væri tilbúinn að leggja allt undir í formannsslagnum. Ekki ávísun á stökk í fylgi Guðlaugur hefur talað fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að snúa vörn í sókn, eftir að hafa unnið „varnarsigra“ í kosningum upp á síðkastið. Flokkurinn þurfi að höfða til fleira fólks og auka við fylgi sitt. „Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vera stærsti flokkurinn. Hann á alltaf að vera langstærsti flokkurinn,“ sagði Guðlaugur fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll fyrr í dag. Eva segir þó ekki sennilegt að uppstokkun á forystu flokksins ein og sér muni auka fylgi hans til muna, þó ný forysta geti aflað flokkinum einhvers aukins stuðnings. Breytingar sem hafi orðið á flokkakerfinu á síðustu árum, þá einkum fjölgun flokka á þingi, geri það hins vegar ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn muni fá samskonar fylgi og fyrir efnahagshrunið 2008. „Það má skilja það á Guðlaugi að Sjálfstæðisflokkur með um það bil fjórðungs fylgi þurfi ekki að vera óbreytt til framtíðar, og að afla þurfi meira fylgis. En ég myndi, sem stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um flokkakerfið, segja: Við búum við breytt kerfi, og það er ekkert sem mun breytast á einni nóttu. Ég sé ekki að það verði nein umbylting á stöðu flokksins eins og hún er í dag,“ segir Eva.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira