„Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 19:30 Bjarni Benediktsson segist hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð til embættis formanns. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11
„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30