Dauðhrædd um börnin sín á Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2022 21:01 Litlu mátti muna að illa færi á dögunum þegar þetta barn fór yfir Háaleitisbraut skammt frá Efstaleiti. Þar, á milli tveggja strætóskýla, virðist gert ráð fyrir að vegfarendur þveri götuna - og þeir gera það óspart. Göngu- og hjólastígar liggja upp að götunni og stígur er lagður yfir umferðareyjuna á milli. En ökumenn aka afar hratt þarna um, eins og sést í spilaranum hér fyrir neðan. Móðir í Háaleitishverfi segir umferðaröryggismálum við Háaleitisbraut alvarlega ábótavant. Hún þorir ekki að senda barn sitt eitt yfir götuna og kallar eftir heildarendurskoðun á gatnamótum. Litlu mátti muna að illa færi þegar barn hjólaði yfir götuna á dögunum. Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Háaleitisbrautin sker heilt skólahverfi í tvennt. Rétt austan megin götuna er Hvassaleitisskóli og leikskólinn Austurborg er steinsnar frá, vestan megin. Mikil umferð barna er því um götuna. Eva Kristín Dal, móðir barna í báðum skólum, hefur þungar áhyggjur af; einkum á gatnamótunum við Austurver. „Það eru engin ljós þar sem gangandi vegfarendum er algjörlega veittur forgangur. Það er alltaf hætta á því að beygjuumferðin komi og einhvern veginn með þessi birtuskilyrði sem eru hérna, þetta er bara alltof hár hraði og margir sem keyra alltof hratt. Það er hálfgerð blindhæð hérna þegar þú kemur frá Bústaðaveginum,“ segir Eva. Ögn neðar í götunni við Efstaleiti er einnig mikil umferð gangandi vegfarenda. Þar virðist gert ráð fyrir hálfgerðu gangbrautarígildi á milli tveggja strætóskýla; hjóla- og göngustígar liggja þar að götunni báðum megin og göngustígur er einnig á staðnum yfir umferðareyjuna. En ökumenn virðast ítrekað virða þetta að vettugi og hætta getur skapast, eins og sést á myndefninu sem fylgir fréttinni hér fyrir ofan. Til dæmis mátti litlu muna að illa færi á dögunum þegar barn hjólaði yfir götuna á þessum sama stað. Atvikið er einnig sýnt í fréttinni. Eva Kristín Dal, móðir í Háaleitishverfi, vill stórbæta umferðaröryggi við Háaleitisbraut.Skjáskot „Svo hafa ýmsir bent á að kannski væru undirgöng málið. En ég vil bara taka öll þessi gatnamót á Háaleitisbrautinni til gagngerrar endurskoðunar,“ segir Eva. Ertu hrædd um þín börn hérna? „Mjög hrædd. Minn sjö ára fær ekki að fara einn yfir og ég veit ekki alveg hvenær ég mun treysta ökumönnum til að taka tillit til hans.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Lækka hámarkshraða í Múlunum og Háaleitisbraut Hámarkshraði verður lækkaður í Múlunum og Háaleitisbraut samkvæmt tillögu sem var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær. Lækkunin er sögð í samræmi við hámarkshraðaáætlun borgarinnar sem á að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki. 27. október 2022 16:31