„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 31. október 2022 07:01 Þórunn María G. Kærnested og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Stöð 2 Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. „Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is. Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
„Hugmyndin kemur út frá því að við vorum búnar að vera fjalla um fótbolta inn á Instagram-síðu Heimavallarins og vera með hlaðvarp. Þá sáum við að það var áhugi og það þyrfti bara að búa til efnið,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir. Hún byrjaði með hlaðvarpsþættina Heimavöllurinn ásamt Mist Rúnardóttur fyrir fjórum árum síðan og hefur nú fært út kvíarnar. View this post on Instagram A post shared by Heimavöllurinn verslun (@heimavollurinnverslun) Hulda nefnir að árið 2020 hafi hún verið að spyrja stelpur á hinu margrómaða Símamóti hver væri fyrirmynd þeirra og þær nefndu allar stráka sem fyrirmynd. Sara Björk Gunnarsdóttir eftir að hún varð Evrópumeistari árið 2020.VÍSIR/GETTY Skömmu áður hafði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands og núverandi leikmaður Juventus, unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon en þá hafði Hulda fengið spurningar frá foreldrum hvar hægt væri að fá Lyon treyju og af hverju væri ekki meiri varningur til sölu. „Planið hjá okkur var ekki endilega að opna búð en við ákváðum að svara þessari eftirspurn,“ bætti Hulda einnig. Markmiðið er svo ekki að vera eins og hver önnur búð. „Markmiðið okkar var aldrei að opna venjulega fótboltaverslun, þetta er miklu meiri ástríða. Okkur langaði frekar að þetta yrði upplifun fyrir fólk, krakka sérstaklega. Að koma inn og sjá fótboltakonur á veggjunum og treyjur í boði frá öllum liðum,“ sagði Þórunn María meðeigandi en hún hefur síðustu tvö ár ásamt Huldu unnið hörðum höndum að því að gera knattspyrnukonur á öllum aldri sýnilegar á Heimavellinum. View this post on Instagram A post shared by Heimavo llurinn (@heimavollurinn) Árangurinn hefur ekki látið á sér standa „Við sjáum bara í dag að það eru strákar að kaupa treyju merkta Gunnarsdóttir og það er bara geggjað. Í upphafi snerist þetta mikið um að valdefla stelpur og sýna fótboltastelpum að þær geta allt sem þeim dreymir um. Fótboltakona eða ekki, bara hafa fyrirmyndirnar. Svo sjáum við líka bara hvað það skiptir miklu máli fyrir stráka, og öll kyn, að hafa fjölbreyttar fyrirmyndir,“ sagði Hulda. „Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun. Við ætlum að breyta viðhorfum þannig að fólk labbi hér út og engin/n sé í vafa um að knattspyrnustjörnur geti varið allskonar,“ sagði Hulda Mýrdal, stofnandi og eigandi Heimavallarins að endingu. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan kemur fram að verslunin verði í Fákafeni en hún mun vera í Faxafeni 10. Skoða má úrval búðarinnar á Heimavöllurinn.is.
Fótbolti Tengdar fréttir Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. 10. desember 2020 07:01