Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 13:16 Sólveig Anna segir algjöra einingu ríkja um kröfugerðina hjá samninganefnd Eflingarfélaga. Skjáskot/Vísir Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. „Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
„Hækkunin verði krónutöluhækkun sem leggist jafnt á öll laun í þrepum, að fyrirmynd Lífskjarasamninganna. Hækkunin tryggir aukinn kaupmátt launa sem eru undir meðallaunum miðað við núverandi verðbólgu og verðbólguspár, auk þess að verja kaupmátt meðallauna,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ekki útilokað að Efling gangi í bandalag Landssambands íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt. Í tilkynningunni segir að hækkununum sé meðal annars ætlað að leiðrétta það ástand „að laun verka- og láglaunafólks dugi ekki til framfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum“. Enn fremur segir að með hækkununum sé hlutdeild láglaunafólks tryggð og spornað gegn launaskriði í efri lögum samfélagsins. Þá er talað um jákvæðan árangur af krónutöluhækkunum á samningstíma Lífskjarasamningsins. „Áróðursmaskína auðvaldseigenda“ „Líkt og ætíð þegar kjarasamningagerð stendur fyrir dyrum hefur áróðursmaskína auðmagnseigenda hafið störf. Líkt og ætíð er boðskapurinn sá að greiðsla mannsæmandi launa til verkafólks sé stórhættuleg samfélaginu, ef ekki hreinlega brot á náttúrulögmálum. Rykið hefur verið dustað af kreddunni um að laun séu meginorsök verðbólgu,“ segir í kröfugerðinni. „Hljómur þessa málflutnings hefur alltaf verið holur en þó aldrei verið falskari en nú. Verkafólk ber hvorki ábyrgð á stríðsátökum, heimsfaraldri né ákvörðunum fyrirtækja um að hækka vöruverð til neytenda.“ „Verkefni næstu þriggja ára er skýrt í okkar huga. Við ætlum að halda áfram á þeirri braut að ná fram kjarabótum fyrir félagsfólk Eflingar. Það þarf að verja launin okkar gegn verðhækkunum á lífsnauðsynjum og það þarf að vinda ofan af hallarekstri á heimilum láglunafólks. Leið krónutöluhækkana hefur sannað sig sem besta leiðin að þessum markmiðum. Algjör eining var meðal samninganefndar Eflingarfélaga um kröfugerðina,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Fyrsti fundur samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er áformaður á föstudag. Tengd skjöl Krofugerd_Eflingar_2022_til_SAPDF217KBSækja skjal
Ólga innan Eflingar Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira