Veðjað á rangan hest Guðný Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun