Lars Løkke í lykilstöðu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 23:30 Lars Løkke Rasmussen virtist sigurviss þegar hann greiddi atkvæði sitt í Kaupmannahöfn í dag. Nú er ljóst að Moderaterne, með Løkke í forystu, sé í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Getty/Jensen Lars Løkke Rasmussen, formaður Moderaterne, er í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar í Danmörku. Jafnaðarmannaflokkurinn er enn langstærstur en hvorki vinstri- né hægriblokk munu takast að mynda ríkisstjórn án Moderaterne. Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%) Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Danir gengu að kjörborðinu í dag og hefur spennan þar í landi verið mikil. Kannanir bentu til þess að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke, yrði í kjörstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er ljóst að kannanir hafi gengið eftir. Búið er að telja 99,6 prósent atkvæða. Danska ríkisútvarpið. Mikil fagnaðarlæti Moderaterne Níutíu þingsæti þarf til að mynda meirihluta á danska þinginu. Þegar búið var að telja rúmlega níutíu prósent atkvæða, missti hægriblokkin mann, og fær nú 73 þingsæti þegar búið er að telja öll atkvæði. Vinstriblokkin nær 86 mönnum inn en Moderaterne, sem er utan bandalaga, fær 16 þingsæti. Samkvæmt þessu næði hægriblokkin því ekki að mynda meirihluta þrátt fyrir mögulegt fulltingi Moderaterne. „Ég get ekki svarað því strax hvern ég vilji sem forsætisráðherra en [Mette] verður að missa lyklavöldin í einhvern tíma. Hvort sem það verði hún sem fái stólinn að nýju, eða einhver annar taki við, skýrist við myndun nýrrar ríkisstjórnar; breiðfylkingar sem mun færa Danmörku í rétta átt,“ sagði Løkke í ræðu fyrr í kvöld við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Brjóta upp „lásana“ Flokkurinn, Moderaterne, hefur verið á allra vörum í kosningabaráttunni. Hann var stofnaður í júlí í fyrra og hefur Løkke, sem gekk úr hægriflokkinum Venstre árið 2019, lýst honum sem miðjuflokki. Markmið með stofnun Moderaterne var að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængs og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Hann hefur áður sagst vilja komast í ríkisstjórn og nú er ljóst að Jafnaðarmannaflokkurinn yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við því að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Á sama tíma hefur Fredriksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, ekki útilokað samstarf með Moderaterne að loknum kosningum. Gætu náð samkomulagi Síðustu dagar kosningabaráttunnar snerust að miklu leyti um heilbrigðismálin. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast kjósendur einnig hafa mestan áhuga á þeim málaflokki. Rasmussen hefur í kappræðum sagt að nauðsynlegt sé að gera gagngerar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Frederiksen rétti út sáttarhönd til forverans í stóli forsætisráðherra skömmu fyrir kosningar: „Ég held í alvörunni, Lars, að þú og ég gætum náð samkomulagi um umbætur í heilbrigðisgeiranum.“ Hvort að samstaða Fredriksen og Løkke í heilbrigðismálum, og öðrum málaflokkum, náist verður væntanlega að koma í ljós á næstu dögum. Eins og áður segir er hins vegar ljóst að Rasmussen verði í góðri stöðu í komandi stjórnarviðræðum. Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Niðurstöður kosninganna (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 27,6% (25,9%) Venstre 13,3% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%) Einingarlistinn 5,1% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%) Radikale Venstre 3,8% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%) Valkosturinn 3,3% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Tengdar fréttir Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08 Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. 1. nóvember 2022 19:08
Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. 1. nóvember 2022 13:28
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent