Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 11:15 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/Egill Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirgripsmikilli umfjöllun National Geographic um hvalveiðar á Íslandi. Þar er spurt hvort að nýyfirstaðin hvalveiðitvertíð Íslands hafi verið sú síðasta við strendur Íslands. Leitað er svara hjá Kristjáni, Svandísi sem og andstæðingum hvalveiða. Grannt fylgst með veiðunum Hvalveiðar við Íslandsstrendur hafa verið umdeildar um árabil. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar veiðarnar og hefur það mátt þola mikla gagnrýni fyrir það, nú sem fyrr. Hvalveiðibátur Hvals kemur með hval í höfn.Vísir/Egill Hvalveiðivertíðin þetta árið hófst í júní og lauk 29. september. Alls veiddust 148 langreyðar að þessu sinni. Ekkert var veitt 2019, 2020 og 2021 en 2018 veiddust 146 langreyðar. Hvalur ehf. hefur leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023 en ekki lengur. Óvíst er hvort að heimildin verður framlengd. Umfjöllun National Geographic snýr að mestu leyti um framtíð hvalveiða við strendur Íslands. Þar er meðal annars rætt við Arne Feuerhahn, einn meðlima samtakanna Hard to Port, sem eru andsnúin hvalveiðum, vakta hvalstöðina í Hvalfirði á hvalveiðitímabilinu og reyna að vekja athygli heimsbyggðarinnar á hvalveiðum Íslendinga. Segir Arne að í sumar hafi hann meðal annars orðið vitni að því að hvalur sem skotinn hafi verið með fjórum skutlum hafi verið dreginn til lands. Það hafi verið hræðileg sýn. Auðvitað sé hvalkjöt borðað í Japan Farið er stuttlega yfir sögu og stöðu hvalveiða á Íslandi, stöðu hvalveiða á heimsvísu. Þá er einnig rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals. Er vísað í að hann hafi verið kallaður Kapteinn Ahab, sem er tilvísun í bókmenntaverkið Moby Dick, af gagnrýnendum hans, og hvað honum finnist um slík ummæli. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ hefur National Geographic eftir Kristjáni. „Þeir geta skrifað það sem þeir vilja um mig.“ Þar er hann einnig spurður út í nýja reglugerð um hvalveiðar sem felur í sér að veiðieftirlitsmenn muni verða um borð í veiðiferðum og öllum gögnum verði komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar. Þá mun Fiskistofa m sjá um eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. „Þetta er ekkert nýtt,“ er haft eftir Kristjáni. Er hann einnig spurður út í eftirspurn eftir hvalkjöti og afurðum sem verða til við hvalveiðar. Þar segir hann fregnir um að Japanir, helsti markaður Hvals, þurfi að frysta og geyma töluvert magn sem ekki selt, vera rangar. Veiðarnar eru atvinnuskapandi, en umdeildar.Vísir/Egill Auðvitað borði Japanir hvalkjöt er haft óbeint eftir Kristjáni. „Annars værum við ekki að senda það þangað.“ Hann segir hvalveiðar einfaldlega snúast um viðskipti. „Ef að stofninn þolir ekki hvalveiðar þá værum við ekki að stunda hvalveiðar. Ef að stofninn þolir hvalveiðar, þá veiðum við. Það er bara svoleiðis.“ Framtíðin ekki í höndum Kristjáns Þó er bent á framtíð hvalveiða við Íslands sé ekki í höndum Kristjáns. Þar ráði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ferðinni. Í samtali við National Geographic segir hún næstu skref hvalveiða vera til skoðunar hjá ráðuneytinu. Framundan sé vinna til að meta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif hvalveiða á Ísland. Þar muni gögn sem komið hafi til vegna eftirlitsferða embættismanna í hvalveiðiferðunum koma sér vel. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er með framtíð hvalveiða á Íslandi á sínu borði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að hvalveiðileyfi Hvals, sem rennur út eftir næsta ár, verði endurnýjað gefur Svandís ekki afdráttarlaust svar. „Það á eftir að ákveða það.“ Tímaritið hefur þó eftir Svandísi að taka verði með í reikninginn að aðeins eitt fyrirtæki haldi á hvalveiðileyfi. Þá hafi Íslendingar ekki lengur mikinn smekk fyrir hvalkjöti. „Þessi ástundun er hluti af fortíð okkar, fremur en framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Lesa má umfjöllun National Geographic hér. Stjórnsýsla Hvalveiðar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í yfirgripsmikilli umfjöllun National Geographic um hvalveiðar á Íslandi. Þar er spurt hvort að nýyfirstaðin hvalveiðitvertíð Íslands hafi verið sú síðasta við strendur Íslands. Leitað er svara hjá Kristjáni, Svandísi sem og andstæðingum hvalveiða. Grannt fylgst með veiðunum Hvalveiðar við Íslandsstrendur hafa verið umdeildar um árabil. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem stundar veiðarnar og hefur það mátt þola mikla gagnrýni fyrir það, nú sem fyrr. Hvalveiðibátur Hvals kemur með hval í höfn.Vísir/Egill Hvalveiðivertíðin þetta árið hófst í júní og lauk 29. september. Alls veiddust 148 langreyðar að þessu sinni. Ekkert var veitt 2019, 2020 og 2021 en 2018 veiddust 146 langreyðar. Hvalur ehf. hefur leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023 en ekki lengur. Óvíst er hvort að heimildin verður framlengd. Umfjöllun National Geographic snýr að mestu leyti um framtíð hvalveiða við strendur Íslands. Þar er meðal annars rætt við Arne Feuerhahn, einn meðlima samtakanna Hard to Port, sem eru andsnúin hvalveiðum, vakta hvalstöðina í Hvalfirði á hvalveiðitímabilinu og reyna að vekja athygli heimsbyggðarinnar á hvalveiðum Íslendinga. Segir Arne að í sumar hafi hann meðal annars orðið vitni að því að hvalur sem skotinn hafi verið með fjórum skutlum hafi verið dreginn til lands. Það hafi verið hræðileg sýn. Auðvitað sé hvalkjöt borðað í Japan Farið er stuttlega yfir sögu og stöðu hvalveiða á Íslandi, stöðu hvalveiða á heimsvísu. Þá er einnig rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals. Er vísað í að hann hafi verið kallaður Kapteinn Ahab, sem er tilvísun í bókmenntaverkið Moby Dick, af gagnrýnendum hans, og hvað honum finnist um slík ummæli. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ hefur National Geographic eftir Kristjáni. „Þeir geta skrifað það sem þeir vilja um mig.“ Þar er hann einnig spurður út í nýja reglugerð um hvalveiðar sem felur í sér að veiðieftirlitsmenn muni verða um borð í veiðiferðum og öllum gögnum verði komið til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar. Þá mun Fiskistofa m sjá um eftirlitsferðir við veiðar, myndbandsupptökur veiðiaðferða og skráningu þeirra. „Þetta er ekkert nýtt,“ er haft eftir Kristjáni. Er hann einnig spurður út í eftirspurn eftir hvalkjöti og afurðum sem verða til við hvalveiðar. Þar segir hann fregnir um að Japanir, helsti markaður Hvals, þurfi að frysta og geyma töluvert magn sem ekki selt, vera rangar. Veiðarnar eru atvinnuskapandi, en umdeildar.Vísir/Egill Auðvitað borði Japanir hvalkjöt er haft óbeint eftir Kristjáni. „Annars værum við ekki að senda það þangað.“ Hann segir hvalveiðar einfaldlega snúast um viðskipti. „Ef að stofninn þolir ekki hvalveiðar þá værum við ekki að stunda hvalveiðar. Ef að stofninn þolir hvalveiðar, þá veiðum við. Það er bara svoleiðis.“ Framtíðin ekki í höndum Kristjáns Þó er bent á framtíð hvalveiða við Íslands sé ekki í höndum Kristjáns. Þar ráði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ferðinni. Í samtali við National Geographic segir hún næstu skref hvalveiða vera til skoðunar hjá ráðuneytinu. Framundan sé vinna til að meta samfélagsleg og efnahagsleg áhrif hvalveiða á Ísland. Þar muni gögn sem komið hafi til vegna eftirlitsferða embættismanna í hvalveiðiferðunum koma sér vel. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er með framtíð hvalveiða á Íslandi á sínu borði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að hvalveiðileyfi Hvals, sem rennur út eftir næsta ár, verði endurnýjað gefur Svandís ekki afdráttarlaust svar. „Það á eftir að ákveða það.“ Tímaritið hefur þó eftir Svandísi að taka verði með í reikninginn að aðeins eitt fyrirtæki haldi á hvalveiðileyfi. Þá hafi Íslendingar ekki lengur mikinn smekk fyrir hvalkjöti. „Þessi ástundun er hluti af fortíð okkar, fremur en framtíð,“ er haft eftir Svandísi. Lesa má umfjöllun National Geographic hér.
Stjórnsýsla Hvalveiðar Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Matvælastofnun og Fiskistofa muni sinna eftirliti um hvalveiðar Matvælaráðherra hefur sett reglugerð um eftirlit við hvalveiðar. Matvælastofnun er falið að hafa reglubundið eftirlit til að farið sé að lögum um velferð dýra við hvalveiðar og mun Fiskistofa sjá um framkvæmd eftirlitsins. Eftirlitið mun hefjast samstundis. 11. ágúst 2022 17:48
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02