„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2022 22:06 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er harðorður í garð lögreglu og telur trúverðugleika embættis ríkislögreglustjóra engan á meðan Sigríður Björk gegnir því embætti. Byssusmiður segir föður hennar standa að ólöglegri byssueign- og sölu. vísir/samsett Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar
Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira