Svona er ný Þjóðadeild stelpnanna okkar sem gætu komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins sem verður í A-deild fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem eitt af sextán bestu landsliðum Evrópu. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í efstu deild, A-deild, í nýrri Þjóðadeild sem UEFA hefur nú kynnt. Liðið er þar með eitt þeirra sem eiga möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn