Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira