Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Lögreglan Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun