Kynslóð af kynslóð sjálfstæðiskvenna Vala Pálsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:31 Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Því var lengst af haldið fram af andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að konur ættu ekki brautargengi innan flokksins. En þegar sjálfstæðiskonur taka undir gagnrýni andstæðinga verður ekki setið undir án andmæla. Mér er ljúft og skylt að koma því til áleiðis að konur er víða að finna í starfi flokksins, og hefur verið jafnt í forsvari og grasrótinni um árabil. Konur á öllum aldri - það er ekkert kynslóðabil að finna. Þá hefur það verið áberandi í forystu flokksins og ríkisstjórn, að þar hefur lagt mikið upp úr jöfnu kynjahlutfalli í tíð núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var vatn á myllu vinstri manna þegar hluti stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna (LS) gekk úr stjórn haustið 2016 þegar helmingur prófkjöra flokksins var um garð genginn. Leiðtogi Suðurkjördæmis hafði ekki fengið nægan stuðning í prófkjörinu og lýsti stjórn óánægju með þá niðurstöðu, eða svo mætti skilja. Ég var kosningastjóri oddvita Reykjavíkur, Ólafar heitinnar Nordal, í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar þetta ár. Þær konur sem höfðu sagt skilið við stjórn fögnuðu ekki glæsilegum áranngri Ólafar sem fékk yfir 90% atkvæða í prófkjörinu. Gengi annarra kvenna í Reykjavík var gott en fjórar konur höfnuðu í efstu átta sætunum. Árangur Áslaugar Örnu, sem hafði nýverið verið kosin ritari Sjálfstæðisflokksins, var einnig glæsilegur en hún fékk góðan stuðning sem tryggði henni öruggt þingsæti. Sigríður Andersen og Hildur Sverrisdóttir fylgdu henni fast á eftir. Ólöf hafði einmitt hvatt Áslaugu til þátttöku á landsfundi sem og í prófkjöri og veitt henni haldgóð ráð. Ólöf þurfti ekki að víkja fyrir henni, hún hvatti hana áfram eins og leiðtogar gera. Það var líka önnur ung kona sem Ólöf veitti brautargengi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hlaut góða kosningu í annað sæti í Norðurlandi vestra. Það skýtur því skökku við að ætla að endurskrifa söguna árið 2022 um árangur kvenna í flokknum og tala um glataða kynslóð kvenna við brottför ellefu kvenna. Ný stjórn tók við Landssambandi sjálfstæðiskvenna vorið 2017 og kom skemmtilega á óvart sá mikli fjöldi sem tók þátt í starfi sambandins. Fyrir 2020, hafa að jafnaði um tvö þúsund konur tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum sambandsins. Þegar LS gaf út blaðið Auður (https://issuu.com/sjalfstaedifl/docs/au_ur-lorez) haustið 2019, þá stækkaði blaðið talsvert þar sem nægur var efniviðurinn, jafnt frá eldri kynslóðum sem nýjum. Það var skarð fyrir skildi þegar konurnar ellefu gengu úr flokknum en eftir var fjöldi öflugra kvenna sem starfaði áfram. Þannig að ómögulegt er að láta sem heil kynslóð hafi horfið úr flokknum, í reynd móðgun við þær þúsundir kvenna sem þar enn starfa. Sérstaklega þegar sveitastjórnarstigið er skoðað. Það kom á óvart, vegna ákvörðunar fyrri stjórnar LS, þegar við greindum hlut kvenna í flokknum fyrir landsfund í mars 2018. Í ljós kom að 45% kjörinna fulltrúa flokksins á sveitastjórnarstiginu voru konur, þessar tæplega sextíu konur voru kjörnir fulltrúar þegar hluti stjórnar LS sagði af sér og höfðu setið frá árinu 2014. Það er líka ánægjulegt að fá tækifæri til að segja aftur, að samanlagður fjöldi kvenna sem voru kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru fleiri en konur allra annarra flokka á landsvísu. Hlutur kvenna á sveitastjórnarstiginu hefur haldist óbreyttur, um og yfir 50% í sveitastjórnakosningnum 2018 og 2022. Geri aðrir betur! Raddir vinstri manna hljóðnuðu fljótt þegar þessi staðreynd lá fyrir. Eitt af því sem Landssambandið hefur líka gert síðustu ár er að stofna bakvarðasveit í aðdraganda bæði Alþingis- og sveitarstjórnakosninga. Þar er hópur reyndra kvenna, sem ekki er í framboði, tilbúinn til að gefa góð ráð og svara öllum þeim spurningum sem frambjóðendur hafa. Í bakvarðasveit LS hafa verið konur á öllum aldri, þar er ekkert kynslóðabil. Mín reynsla var sú að allir viðmælendur mínir höfðu mjög skýra sýn hvað þeir vildu en fannst gott að hafa hauk í horni til að geta leitað til ef eitthvað. Þannig styðja konur við konur í flokknum. Þannig viljum við hafa starf Sjálfstæðisflokksins að þekking flytjist milli frambjóðenda - á milli kynslóða. Ég get heils hugar tekið undir það að við eigum að tryggja fjölbreytileika í starfi flokksins, það gerum við með góðu félagsstarfi árið um kring og á landsfundi þegar fjölbreyttur hópur sjálfstæðisfólks kemur saman. Höfundur var formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 2017-2022 og sat jafnframt í kosningastjórn í Reykjavík 2016 og 2021.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun