Flóttamannavandinn á Íslandi er skáldskapur (öfga) hægri manna Jón Frímann Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 18:01 Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Jón Frímann Jónsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun