Orkusjálfstæði Íslands Svavar Halldórsson skrifar 4. nóvember 2022 19:00 Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Svavar Halldórsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við Íslendingar ætlum að ná loftslagsmarkmiðum okkar er algerlega nauðsynlegt að flýta orkuskiptum eins og kostur er. En þótt við framleiðum mikið af grænni orku þá þurfum við að gera enn betur. Við flytjum enn inn olíu fyrir 100 milljarða króna á ári. Ef fyrirhuguð orkuskipti eiga að ganga eftir þurfum við að herða okkur í virkjun vindorku, jarðhita og fallvatna – að sjálfsögðu með almenn umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Meiri græna orku Orkuskiptin ein og sér kalla á 80% meiri framleiðslu grænnar orku. Verkin verða að tala. Innlendir umhverfisvænir orkugjafar eru á allan hátt betri fyrir umhverfið og efnahaginn, enda virðist samstaða meðal þjóðarinnar um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni, græna atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Fyrir liggur að fjöldi tækifæra er til að skapa ný og eftirsótt störf á Íslandi. Mörg þeirra áhugaverðu sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem sprottið hafa upp á síðustu árum treysta á græna orku. En til þess að þau megi dafna þarf að virkja orkuna. Umhverfisvæn atvinnuuppbygging Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur mikið forskot í alþjóðlegri samkeppni og tækifæri til að auka enn verðmætasköpun og bæta lífskjör. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Grænni tækni í samgöngum fleygir fram um allan heim. Við höfum séð byltingu í framboði á grænum valkostum þegar kemur að bifreiðum. Áður en við vitum af verður stór hluti nýrra skipa og flugvéla gerður fyrir umhverfisvæna orkugjafa. Þá verðum við að vera tilbúin með grænu orkuna. Orka og sjálfstæði þjóðarinnar Ef við ætlum að ná markmiðum okkar um græna framtíð og kolefnishlutleysi verðum við að herða okkur í framleiðslu umhverfisvænnar orku. Það liggur ljóst fyrir. En það eru ekki bara umhverfissjónarmiðin sem knýja á um að við beislum meira af grænni orku. Nýleg þróun alþjóðamála hefur sýnt okkur svart á hvítu að það er skynsamlegt að stefna á orkusjálfstæði Íslands eins hratt og auðið er. Til þess að svo megi verða þurfum við nánast að tvöfalda innlenda orkuframleiðslu á næstu árum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun