Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Heimir Már Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 4. nóvember 2022 20:25 „Frelsi,“ er kjörorð landsfundarins sem nú fer fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður Stöðvar 2 var á landsfundinum í dag. Bjarni fór um víðan völl í ræðu sinni og ræddi meðal annars félaga sem gengið hafa úr Sjálfstæðisflokknum til að stofna nýjan flokk. Hann sagði að ástæða fyrir brottför væri úr gildi gengin vegna þess að Evrópusambandsaðildin væri algerlega komin niður í kjallara. Samfylkingin væri meira að segja búin að setja þá stefnu niður í kassa. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina og borgaralega þenkjandi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálfstæðisstefnunnar. Þannig getum við best þjónað landsmönnum. Kæru vinir, þau eru öll velkomin aftur heim,“ sagði Bjarni. Þakkaði Kristrúnu og Guðmundi Árna Formaðurinn ýtti aðeins í Samfylkinguna sem eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur mátt þola mikið fylgistap í undanförnum kosningum. Hann nefndi nýjan formann flokksins, Kristrúnu Frostadóttur, og taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti í henni einhverjar taugar. „Fyrst ég var að minnast á Samfylkinguna vil ég nota tækifærið og óska nýjum formanni til hamingju með nýtt hlutverk. Ég ætti kannski um leið að þakka henni fyrir góð störf í þágu skólanefndar Garðabæjar hérna um árið þar sem hún var varamaður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. En ég verð líka að óska Samfylkingunni til hamingju með nýja nafnið og glænýja varaformanninn Guðmund Árna. Hafið þið séð betra dæmi um hringrásarhagkerfið í virkni?“ Skattar lækkaðir þannig að um muni Stefna flokksins er mótuð á landsfundinum og sagði Bjarni brýnt að hefja kosningaundirbúning þá þegar. Formaðurinn lofaði ígrunduðum skattalækkunum og nefndi baráttuna um formannssætið. „Þannig að þegar við göngum næst til kosninga mun Sjálfstæðisflokkurinn, fái ég nokkru um það ráðið, leggja til að skattar á fólk og fyrirtæki verði lækkaðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosningar snúast um tillögur okkar Sjálfstæðismanna um lækkun skatta. Grunnurinn að sigri Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum verður lagður hér á þessum fundi. Á næstu dögum munum við ráða ráðum okkar og það verður kosið um forystu flokksins. Án efa mun sú kosning, upp að einhverju marki, lita þennan landsfund. Örugglega mun hún lita hann mjög reyndar og það er bara eðlilegt. Og það er við því að búast að landsfundarfulltrúar skipi sér upp að einhverju marki í fylkingar eins og gengur, en við skulum ekki missa sjónar á aðalatriðinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Viðreisn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira