Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 08:29 Dómarar Landsréttar töldu brot mannsins gegn konunni voru ófyrirleitin og að hann ætti sér engar málsbætur. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Karlmaðurinn var sakfelldur fyrir ítrekuð, alvarleg og stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi og fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Hann ógnaði lífi hennar, heilsu og velferð ítrekað. Brot hans voru talin ófyrirleitin og til þess fallin að valda henni og ófæddu, og síðar nýfæddu, barni þeirra miklum skaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum kemur fram að hann hafi slegið konuna með krepptum hnefa í andlitið þegar hún var gengin átta mánuði á leið með barn þeirra. Hlaut konan mar og roða á kjálka og kinn. Eftir að barnið var komið í heiminn réðst maðurinn á konuna þegar hún hélt á þriggja mánaða gömlu barninu í fanginu. Settist maðurinn ofan á hana og beyglaði fingur hennar. Hótaði hann að brjóta fingurna. Þá dró hann konuna á hendinni út úr herberginu, reif í hár hennar, ýtti henni á hurð í þvottahúsi og hótaði ítrekað að beita hna líkamsmeiðingu og lífláti. Hljóp hann á eftir konunni út úr húsinu með hníf í hendi. Þegar maðurinn náði konunni fyrir utan húsið felldi hann hana í jörðina og ógnaði henni með því að leggja hnífinn að líkama hennar og hóta henni ítrekað lífláti. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að ógna konunni og áreita ítrekað. Festi skæri á hendurnar og réðst á samfanga Þegar maðurinn sat í fangelsi veittist hann að samfanga sínum og stakk hann sex sinnum í hægri fót með skærum sem hann hafði tekið í sundur og fest við hendur sínar. Fanginn sem varð fyrir árásinni hlaut þrjú stungusár á utanvert læri, eitt á utanverðan fótlegg og tvö grunn stungusár ofarlega á aftanvert læri. Landsréttur taldi þá árás háskalega og að maðurinn ætti sér engar málsbætur. Auk tveggja ára fangelsisdóms þarf maðurinn að greiða barnsmóður sinni 1,2 milljónir króna í bætur og allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Í héraði var maðurinn jafnframt dæmdur til þess að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira