Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 11:06 Héraðssaksóknari sótti málið. Einn dómaranna við Landsrétt taldi að ákæran gegn manninum hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins, þar á meðal framburð brotaþolans. Vísir/Vilhelm Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira