Bolton og Barnsley eru bæði í ensku C-deildinni svo það mátti reikna með hörkuleik í dag. Jón Daði byrjaði leikinn á bekknum og kom ekki inn á fyrr en Ian Evatt, þjálfari Bolton, gerði þrefalda skiptingu í síðari hálfleik þegar staðan var þegar orðin 2-0 Barnsley í vil.
Gestirnir komust yfir strax á 6. mínútu þegar Ricardo Santos varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Adam Phillips tvöfaldaði svo forystu gestanna eftir hálftíma. Staðan 2-0 Barnsley í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Fifteen to go...
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 5, 2022
Keep going, lads! pic.twitter.com/zcil3LRvAW
Jón Daði kom inn af bekknum eftir klukkustund og skoraði þegar tíu mínútur voru til leiksloka en það reyndist ekkert meira en sárabótarmark. Lokatölur 1-2 og Bolton fallið úr leik í ensku FA bikarkeppninni.