Bjarni verður áfram formaður Ólafur Björn Sverrisson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. nóvember 2022 12:16 Bjarni fagnar sigrinum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vann formannskjörið gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra. Vann Bjarni kosningarnar með 59% greiddra atkvæða. Þórdís Kolbrún var kjörin varaformaður með 88 prósent atkvæða og Vilhjálmur Árnason er nýr ritari sjálfstæðisflokksins með 58 prósent atkvæða. Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Kristín Edwald, formaður kjörstjórnar, tilkynnti úrslit í formannslagnum. Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði, 59,4%, gegn 687 atkvæðum Guðlaugs Þórs, 40,4%. „Hjartað mitt stækkaði núna töluvert mikið. Takk kærlega,“ sagði Bjarni í stuttri ræðu sinni eftir að úrslitin voru tilkynnt. Það var mikil spenna í Laugardalshöllinni þar sem landsfundurinn fór fram.vísir/vilhelm Bjarni sagði það að gegna embætti formanns Sjálfstæðisflokksins væri með því skemmtilegasta sem hann hafi gert. „Það verður rosalega skemmtilegt hjá okkur áfram,“ sagði hann. Sjálfstæðismenn væru ósigrandi þegar þeir sneru bökum saman. Nú væri komið að því að bretta upp ermarnar og sækja fram. Þórdís varaformaður og Vilhjálmur ritari Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra var ein í framboði til varaformanns og hlaut 88 prósent atkvæða. Vilhjálmur Árnason þingmaður sigraði þau Bryndísi Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarsson í kosningu um ritaraembættið. Kosið var aftur á milli Bryndísar og Vilhjálms þar sem ekkert þeirra þriggja fékk hreinan meirihluta í fyrri kosningu.vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðninginn.vísir/vilhelm Fylgst var með öllum tíðindum af landsfundinum í vaktinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira