Úr einum vasa í annan Jóna Torfadóttir skrifar 6. nóvember 2022 15:00 Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og alþjóð veit var 15 hælisleitendum vísað úr landi aðfararnótt fimmtudags. Þar á meðal voru maður með fötlun og tvær unglingsstúlkur sem höfðu sótt Fjölbrautaskólann við Ármúla á annað ár, náð góðum tökum á íslensku og voru í alla staði til fyrirmyndar, að sögn skólastjóra sem er sleginn yfir tíðindunum. Það þarf ekki að rekja þessa atburðarás því hún er aðgengileg á öllum helstu fréttasíðum og hefur mikil umræða skapast um þessa óhæfu. Það er mikill urgur í fólki, líkt og gefur að skilja, enda háttsemi yfirvalda svo yfirgengileg að fólki er verulega brugðið. Boðað var til mótmæla strax á föstudeginum og önnur voru haldin sunnudaginn 6. nóvember. Það má því vera ljóst að flestum er mjög misboðið og fordæma þessa ómanneskjulegu hegðun gagnvart jafn viðkvæmum hópi og raun ber vitni. Hins vegar heyrast einnig aðrar raddir sem vilja beina sjónum að þeim sem búa hér fyrir og eru í neyð. Þennan samanburð má oft og iðulega sjá þegar umræðan snýst um flóttafólk, að nær væri að hlúa að þeim sem hér búa við fátækt og eru jafnvel á götunni. Þessi samanburður vekur jafnan hjá mér furðu. Heldur fólk virkilega að peningar sem eru eyrnamerktir fólki á flótta renni sjálfkrafa í vasa lífeyrisþega og annarra viðkvæmra hópa ef fyrrgreindum hópi er vísað úr landi? Og hvers vegna í ósköpunum ætti stuðningur við einn viðkvæman hóp að þurfa að bitna á stuðningi við annan viðkvæman hóp? Það er nú vart heldur um auðugan garð að gresja, að ætla að sækja peninga til þeirra verst stöddu. Væri ekki nær að sækja peninga í dýpri vasa? Það hefur sýnt sig að þegar um launakjör æðstu ráðamanna og einhver gæluverkefni er að ræða þá virðist vera til nóg af peningum. Þá mætti mögulega sækja einhverjar summur með því að loka fyrir fjárveitingar ríkisins til einkarekinna stofnanna sem eru svo reknar með hagnaði. Hvernig sem því er nú háttað þá er nóg til af peningum, það er bara vitlaust gefið, líkt og skáldið orti forðum. Erindi mitt með þessari stuttu grein er að biðla til fólks að ráðast ekki á þá verst stöddu til að reyna að bæta hag annarra viðkvæmra hópa. Miklu nær væri að heimta að peningarnir séu sóttir þangað sem þá er raunverulega að finna. Það er nefnilega nóg til handa öllum! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun