Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. nóvember 2022 14:53 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfar í Elliðavatnsbænum og býr í Norðlingaholti. Arnar Halldórsson „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Fjallað er um um mannlíf við Elliðavatn í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Ný hverfi Reykjavíkur og Kópavogs, Norðlingaholts- og Vatnsendahverfi, tóku að byggjast upp um síðustu aldamót við helstu útvistarperlur borgarbúa. Þá var til staðar við vatnið lítið samfélag og ýmis starfsemi með áhugaverða sögu sem teygir sig aftur í aldir. Ólafur Kr. Guðmundsson ólst upp við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Ólafur Kr. Guðmundsson segir það hafa verið dýrð að alast upp við Elliðavatn. Faðir hans var hinn kunni athafnamaður, Guðmundur Guðmundsson í Trésmiðjunni Víði, en heimili fjölskyldunnar byggði hann upp við vatnsbakkann og nefndi Víðivelli. „Ég held að fáir í Reykjavík geri sér grein fyrir hversu mikil perla þetta er, Elliðaárdalurinn alveg frá ósum og til upptaka,“ segir Ólafur. Þorstein Sigmundsson er bóndi í Elliðahvammi.Arnar Halldórsson Og það finnast enn starfandi bændur við Elliðavatn. Kópavogsmegin á jörðinni Elliðahvammi hittum við Þorstein Sigmundsson, sem þar rekur eggja- og kjúklingabú. Þorsteinn og kona hans, Guðrún Alísa Hansen, keyptu Elliðahvamm árið 1964, aðeins tvítug að aldri, fluttu á staðinn og hófu búskap. „Hérna voru bara nokkrir sumarbústaðir. Maður sá varla nokkurn mann allan veturinn. Við fengum bara algerlega frið fyrir öllum og vorum bara svolítið ein í heiminum,“ segir Þorsteinn um upphafsárin. Eigendur Kríuness á bakka Elliðavatns neðan við hótelið.Arnar Halldórsson Það er meira að segja hótel við Elliðavatn og það upp á fjórar stjörnur, Hótel Kríunes. Að rekstrinum stendur heil fjölskylda, þrjár kynslóðir. Stofnandinn Björn Ingi Stefánsson er framkvæmdastjóri Kríuness, dóttir hans Sara er hótelstjóri og amman, Helga Björnsdóttir, er innkaupastjóri Kríuness. „Þvílíkt leyndarmál. Það vita ekkert margir af þessu,“ segir Sara að sé gjarnan viðkvæði íslenskra gesta hótelsins. Hótel Kríunes við Elliðavatn.Arnar Halldórsson Á Þingnesi við sunnanvert Elliðavatn eru friðlýstar minjar, sem Guðmundur Unnsteinsson sýnir okkur, en minjarnar eru taldar með þeim merkustu í borgarlandinu. „Það er klárt að hér eru fornminjar um þinghald,“ segir Guðmundur. Ingólfur Stefánsson og Matthildur Leifsdóttir búa í húsinu Stakkholti við bakka Elliðavatns.Arnar Halldórsson „Þetta er minn lóttóvinningur að komast hingað,“ segir Matthildur Leifsdóttir sem býr í húsinu Stakkholti ásamt Ingólfi Stefánssyni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 19:10. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Stangveiði Fornminjar Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira