Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 19:20 Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir hrossin sem umbjóðandi hans á ekki hafa verið vannærð eða vanrækt. Vísir/Arnar Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28