Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. nóvember 2022 07:54 Flestir telja ljóst að Trump ætli sér aftur í framboð til forseta. AP Photo/Michael Conroy Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. Á öllum þeim fundum ýjaði hann hinsvegar sterklega að því að hann myndi brátt lýsa því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Á dögunum sagði hann að von væri á yfirlýsingu á fjöldafundinum í Ohio sem fram fór í gær. Á endanum varð þó ekkert úr því að hann lýsti yfir framboði en hann boðaði þó „mjög stóra tilkynningu“ þann 15. nóvember næstkomandi. Þá ætlar hann að halda einhverskonar samkomu á heimaslóðum í Mar-a-Lago í Flórída og búast flestir við því að hann lýsi þar yfir framboði. Í gærkvöldi sagði hann stuðningsmönnum sínum að ef þeir vildu stöðva „eyðileggingu landsins okkar“, þá verði þeir að kjósa Repúblikana. Flokkur Trumps þarf aðeins fimm ný sæti í fulltrúadeildinni til að ná þar völdum og aðeins eitt í öldungadeildinni. Fastlega er búist við því að það takist í fulltrúadeildinni og raunar gott betur, því flokknum er spáð 15 til 25 sætum til viðbótar við það sem hann hefur nú. Í öldungadeildinni er baráttan hinsvegar afar tvísýn og stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá fyrir um á hvern veginn sú orrusta fer. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Á öllum þeim fundum ýjaði hann hinsvegar sterklega að því að hann myndi brátt lýsa því yfir að hann ætli að bjóða sig fram til forseta árið 2024. Á dögunum sagði hann að von væri á yfirlýsingu á fjöldafundinum í Ohio sem fram fór í gær. Á endanum varð þó ekkert úr því að hann lýsti yfir framboði en hann boðaði þó „mjög stóra tilkynningu“ þann 15. nóvember næstkomandi. Þá ætlar hann að halda einhverskonar samkomu á heimaslóðum í Mar-a-Lago í Flórída og búast flestir við því að hann lýsi þar yfir framboði. Í gærkvöldi sagði hann stuðningsmönnum sínum að ef þeir vildu stöðva „eyðileggingu landsins okkar“, þá verði þeir að kjósa Repúblikana. Flokkur Trumps þarf aðeins fimm ný sæti í fulltrúadeildinni til að ná þar völdum og aðeins eitt í öldungadeildinni. Fastlega er búist við því að það takist í fulltrúadeildinni og raunar gott betur, því flokknum er spáð 15 til 25 sætum til viðbótar við það sem hann hefur nú. Í öldungadeildinni er baráttan hinsvegar afar tvísýn og stjórnmálaskýrendur treysta sér ekki til að spá fyrir um á hvern veginn sú orrusta fer.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Sjá meira
Kosningar hafnar í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. 8. nóvember 2022 06:56
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. 6. nóvember 2022 23:30