Brynjar segir KKÍ vera ákvörðunarfælið samband og vill sjá nýtt fólk í forystu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 10:00 Brynjar Þór Björnsson er hættur að spila en hefur enn sterkar skoðanir á körfuboltanum. Vísir/Bára Dröfn Stjórn Körfuknattleiksambands Íslands var meðal þessa sem var til umræðu í nýjustu Framlengingunni í Körfuboltakvöldi en þar voru nokkur hitamál tekin fyrir. Brynjar Þór Björnsson var í fyrsta sinn í Subway Körfuboltakvöldi á dögunum en hann er nýr sérfræðingur á þessu tímabili eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir magnaðan feril. Brynjar Þór kom inn með látum og lét sérstaklega til sín taka í sinni fyrstu Framlengingunni sinni. Hann hafði meðal annars sterka skoðun á frammistöðu forystu Körfuknattleiksambands Íslands. „Þið verðið aðeins að gefa okkur smá slaka kæru áhorfendur í þessari framlengingu því þetta eru stór mál sem við þurfum að tækla,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Framlengingin 4. nóvember Með Kjartani Atla og Brynjari í þessum þætti var Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson. Þeir hituðu rólega upp með því að velta því fyrir sér hver væri besta skytta deildarinnar og hvort liðið sem kom upp í vor hafi heillað þá meira en svo var komið að heitari málum. Jón Axel málið Jón Axel Guðmundsson kom til Grindavíkur en fór síðan strax aftur eftir aðeins tvo leiki. „Í fyrsta lagi eiga Grindvíkingar að vera stórir og segja: Þú skrifar undir samning hérna, hvenær sem það kom upp að hann gæti mögulega spilað með þeim. Ef þú ert ekki kominn með nýtt lið 1. september eða 15. september þá verður þú með okkur. Þetta er of mikið hringl að mínu mati að leyfa honum að vera í limbói og draga þá á asnaeyrunum. Jón Axel er að koma, Jón Axel er ekki að koma. Svo kemur hann og svo er hann bara farinn,“ sagði Brynjar Þór. Brynjar Þór Björnsson fer hér yfir málin í þættinum.S2 Sport „Ég skil líka, hafandi setið í stjórn, að það sé spennandi leikmaður sem vill spila og er heimastrákur. Þú vilt halda í vonina að hann verði áfram með liðinu og um leið viltu ekki taka frá gæja sem er með draum um að spila í atvinnumennsku. Ef þetta væri utanbæjarmaður þá myndi ég fara þessa leið sem Brynjar er að tala um. Ég skil Grindvíkingana rosalega vel að hafa haldið í vonina um að hann myndi vera áfram,“ sagði Sævar. Jón Axel Guðmundsson.Vísir „Það sem aðallega pirraði mig var hvað þeir biðu lengi,“ sagði Brynjar og tók sem dæmi landsliðsmanninn Þóri Guðmund Þorbjarnarson hjá KR í fyrra. „Með Þóri í fyrra hjá okkur. Hann kom, spilaði og fer síðan í desember. Við vorum alla vega með hann á undirbúningstímabilinu og að spila en Jón Axel dregur þá alveg til 10. október. Allir að bíða og bíða og enginn tekur ákvörðun með útlendinga og með hann. Hann er samt Grindvíkingur og ég skil Grindvíkinga vel að vilja fá hann,“ sagði Brynjar. Þeir Brynjar og Sævar ræddu líka stöðuna á Jóni Guðmundssyni dómara sem hefur ekki fengið að koma inn aftur í Subway deildina eftir að hann valdi þjálfun fyrir dómgæsluna fyrir nokkum árum. Sakna þeir Jóns Guðmundssonar dómara? „Engin spurning. Einn besti dómari þegar ég spilaði. Ég saknaði hans mikið þegar hann hætti. Hann er einn af þessum dómurum sem er með mikið keppnisskap. Hann er grimmur, með ástríðu fyrir leiknum og gríðarlegan leikskilning. Það að hann sé ekki kominn aftur inn í úrvalsdeildina að dæma, sérstaklega þegar hann býðst til þess, það er óskiljanlegt,“ sagði Brynjar. Allir hálfgapandi „Það er sama hvar er drepið niður fæti í þessu máli, það eru allir hálfgapandi. Leikmenn sem hafa spilað tala vel um hann, þjálfarar sem hafa þjálfað og eru að þjálfa tala vel um hann. Erlendir leikmenn sem eru að spila núna tala vel um hann. Ef allir tala vel um hann sem dómara, sem spila leikinn og þjálfa leikinn, þá segir það nú ýmislegt. Ef einu mennirnir sem tala ekki vel um hann eða vilja ekki fá hann að dæma leikina hjá þeim sem tala svona rosalega vel um hann, eru samdómarar eða einhver dómaranefnd, þá er það óskiljanlegt,“ sagði Sævar og bætti við: Jón Guðmundsson á tíma sínum sem dómari.Mynd/Daníel „Fyrir mér er þetta svona svipað og ef Pavel Ermonlinskij ætlaði að taka fram skóna á ný eða Jón Arnór Stefánsson myndi segja við stjórnina hjá KR. Ég er klár. Svarið þeirra væri þá ekkert mál. Við skulum henda þér í unglingaflokk, svo spilar þú með KR-bumbunni fram að áramótum og svo skulum við skoða þetta. Það eru aðrir leikmenn sem eru komnir lengra en þú,“ sagði Sævar sem vill meina að ryðgaður Jón Guðmundsson sé betri en fimmtíu prósent af dómurum deildarinnar. Félagarnir ræddu þetta mál síðan enn ítarlegar. Stærsta mál kvöldsins var þó án ef umræða um kæruna í bikarleik Tindastóls og Hauka. „KKÍ ákvað að láta Haukana bara leggja inn sína kæru af því að Hannes S. Jónsson talaði um að hann vildi ekki vera með tvær kærur inni hjá aganefnd. Álag á skrifstofunni og svona voru svörin,“ sagði Kjartan Atli. Ekki góð afsökun „Ég held að það sé ekkert minna álag á sjálfboðaliðunum hjá Haukum að hripa niður þessa kæru en hjá mönnum í fullri vinnu. Það er ekki góð afsökun og það er líka léleg afsökun að segja að það megi ekki vera með tvær kærur í einu. Þetta mál er bara hálfgerður farsi. Það er bara þannig með mjög margt í hreyfingunni að menn eru aldrei tilbúnir að taka ábyrgð finnst mér, hvort sem er í þessu tilfelli eða í þessu dómaranefndartilfelli. Það er eins og það sé verið að fela eitthvað eða vilja ekki styggja einhverja og reyna því að vera með eitthvað hlutleysi. Þeir geta ekki verið hlutlausir í þessu máli í ljós þess að þeir settu þessa reglu,“ sagði Sævar. „Það var ekki þingið sem setti þessi reglu. Þeir geta ekki sagt að félögin eru þingið, þó að það hafi verið ákall frá formönnum einhverja félaga. Hannes og þau hjá KKÍ hefðu átt í fyrsta lagi að undirbúa þessa reglu mun betur,“ sagði Sævar. „Hún er svo holótt,“ skaut Kjartan Atli inn. Ekkert meðalhóf „Það getur ekki verið að menn hafi lesið sig til um það að ef sú staða kæmi upp að einhver myndi brjóta regluna óvart eða segjum vísvitandi að það ætti að vera 250 þúsund króna sekt og 20-0 tap. Það er ekkert meðalhóf, förum bara alla leið og drepum þetta í fæðingu,“ sagði Sævar. Hannes S. Jónsson.Vísir „Það er það sama og að nota ólöglegan leikmann eins og að nota fjórða erlenda leikmanninn,“ skaut Kjartan Atli. „Að hafa tekið þess ákvörðun og ætla síðan að skýla sér bak við það að láta Haukana kæra. Stundum þurfa menn að stíga aðeins upp og taka ábyrgð. KKÍ hefði ekki endilega þurft að kæra en þeir hefðu átt að stíga fram og segja að þarna sé augljós meingalli á þessari reglugerð. Það er ekki í anda leiksins að Haukarnir fari áfram á þessu litla tæknilega atriði,“ sagði Sævar. Enn eitt málið sem hefur verið tæklað illa „Þetta er enn eitt málið sem er að mínu mati búið að tækla ansi illa. Þetta er búin að vera löng saga af einhverjum leiðindamálum sem núverandi formaður og stjórn hafa tekið mjög illa á. Þá fer maður að hugsa er ekki kominn tími á að fá eitthvað nýtt og ferskt þarna inn. Aðeins að huga að einhverjum breytingum og hrista upp í hlutunum,“ sagði Brynjar. „Þetta er ákvörðunarfælið samband. Það eru engar ákvarðanir teknar nema þessi regla sem stjórnin setti síðastliðið sumar. Svo hafa þeir krosslagt puttana um að þetta myndi ekki gerast,“ sagði Brynjar. Það má sjá alla Framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson var í fyrsta sinn í Subway Körfuboltakvöldi á dögunum en hann er nýr sérfræðingur á þessu tímabili eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir magnaðan feril. Brynjar Þór kom inn með látum og lét sérstaklega til sín taka í sinni fyrstu Framlengingunni sinni. Hann hafði meðal annars sterka skoðun á frammistöðu forystu Körfuknattleiksambands Íslands. „Þið verðið aðeins að gefa okkur smá slaka kæru áhorfendur í þessari framlengingu því þetta eru stór mál sem við þurfum að tækla,“ byrjaði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Framlengingin 4. nóvember Með Kjartani Atla og Brynjari í þessum þætti var Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson. Þeir hituðu rólega upp með því að velta því fyrir sér hver væri besta skytta deildarinnar og hvort liðið sem kom upp í vor hafi heillað þá meira en svo var komið að heitari málum. Jón Axel málið Jón Axel Guðmundsson kom til Grindavíkur en fór síðan strax aftur eftir aðeins tvo leiki. „Í fyrsta lagi eiga Grindvíkingar að vera stórir og segja: Þú skrifar undir samning hérna, hvenær sem það kom upp að hann gæti mögulega spilað með þeim. Ef þú ert ekki kominn með nýtt lið 1. september eða 15. september þá verður þú með okkur. Þetta er of mikið hringl að mínu mati að leyfa honum að vera í limbói og draga þá á asnaeyrunum. Jón Axel er að koma, Jón Axel er ekki að koma. Svo kemur hann og svo er hann bara farinn,“ sagði Brynjar Þór. Brynjar Þór Björnsson fer hér yfir málin í þættinum.S2 Sport „Ég skil líka, hafandi setið í stjórn, að það sé spennandi leikmaður sem vill spila og er heimastrákur. Þú vilt halda í vonina að hann verði áfram með liðinu og um leið viltu ekki taka frá gæja sem er með draum um að spila í atvinnumennsku. Ef þetta væri utanbæjarmaður þá myndi ég fara þessa leið sem Brynjar er að tala um. Ég skil Grindvíkingana rosalega vel að hafa haldið í vonina um að hann myndi vera áfram,“ sagði Sævar. Jón Axel Guðmundsson.Vísir „Það sem aðallega pirraði mig var hvað þeir biðu lengi,“ sagði Brynjar og tók sem dæmi landsliðsmanninn Þóri Guðmund Þorbjarnarson hjá KR í fyrra. „Með Þóri í fyrra hjá okkur. Hann kom, spilaði og fer síðan í desember. Við vorum alla vega með hann á undirbúningstímabilinu og að spila en Jón Axel dregur þá alveg til 10. október. Allir að bíða og bíða og enginn tekur ákvörðun með útlendinga og með hann. Hann er samt Grindvíkingur og ég skil Grindvíkinga vel að vilja fá hann,“ sagði Brynjar. Þeir Brynjar og Sævar ræddu líka stöðuna á Jóni Guðmundssyni dómara sem hefur ekki fengið að koma inn aftur í Subway deildina eftir að hann valdi þjálfun fyrir dómgæsluna fyrir nokkum árum. Sakna þeir Jóns Guðmundssonar dómara? „Engin spurning. Einn besti dómari þegar ég spilaði. Ég saknaði hans mikið þegar hann hætti. Hann er einn af þessum dómurum sem er með mikið keppnisskap. Hann er grimmur, með ástríðu fyrir leiknum og gríðarlegan leikskilning. Það að hann sé ekki kominn aftur inn í úrvalsdeildina að dæma, sérstaklega þegar hann býðst til þess, það er óskiljanlegt,“ sagði Brynjar. Allir hálfgapandi „Það er sama hvar er drepið niður fæti í þessu máli, það eru allir hálfgapandi. Leikmenn sem hafa spilað tala vel um hann, þjálfarar sem hafa þjálfað og eru að þjálfa tala vel um hann. Erlendir leikmenn sem eru að spila núna tala vel um hann. Ef allir tala vel um hann sem dómara, sem spila leikinn og þjálfa leikinn, þá segir það nú ýmislegt. Ef einu mennirnir sem tala ekki vel um hann eða vilja ekki fá hann að dæma leikina hjá þeim sem tala svona rosalega vel um hann, eru samdómarar eða einhver dómaranefnd, þá er það óskiljanlegt,“ sagði Sævar og bætti við: Jón Guðmundsson á tíma sínum sem dómari.Mynd/Daníel „Fyrir mér er þetta svona svipað og ef Pavel Ermonlinskij ætlaði að taka fram skóna á ný eða Jón Arnór Stefánsson myndi segja við stjórnina hjá KR. Ég er klár. Svarið þeirra væri þá ekkert mál. Við skulum henda þér í unglingaflokk, svo spilar þú með KR-bumbunni fram að áramótum og svo skulum við skoða þetta. Það eru aðrir leikmenn sem eru komnir lengra en þú,“ sagði Sævar sem vill meina að ryðgaður Jón Guðmundsson sé betri en fimmtíu prósent af dómurum deildarinnar. Félagarnir ræddu þetta mál síðan enn ítarlegar. Stærsta mál kvöldsins var þó án ef umræða um kæruna í bikarleik Tindastóls og Hauka. „KKÍ ákvað að láta Haukana bara leggja inn sína kæru af því að Hannes S. Jónsson talaði um að hann vildi ekki vera með tvær kærur inni hjá aganefnd. Álag á skrifstofunni og svona voru svörin,“ sagði Kjartan Atli. Ekki góð afsökun „Ég held að það sé ekkert minna álag á sjálfboðaliðunum hjá Haukum að hripa niður þessa kæru en hjá mönnum í fullri vinnu. Það er ekki góð afsökun og það er líka léleg afsökun að segja að það megi ekki vera með tvær kærur í einu. Þetta mál er bara hálfgerður farsi. Það er bara þannig með mjög margt í hreyfingunni að menn eru aldrei tilbúnir að taka ábyrgð finnst mér, hvort sem er í þessu tilfelli eða í þessu dómaranefndartilfelli. Það er eins og það sé verið að fela eitthvað eða vilja ekki styggja einhverja og reyna því að vera með eitthvað hlutleysi. Þeir geta ekki verið hlutlausir í þessu máli í ljós þess að þeir settu þessa reglu,“ sagði Sævar. „Það var ekki þingið sem setti þessi reglu. Þeir geta ekki sagt að félögin eru þingið, þó að það hafi verið ákall frá formönnum einhverja félaga. Hannes og þau hjá KKÍ hefðu átt í fyrsta lagi að undirbúa þessa reglu mun betur,“ sagði Sævar. „Hún er svo holótt,“ skaut Kjartan Atli inn. Ekkert meðalhóf „Það getur ekki verið að menn hafi lesið sig til um það að ef sú staða kæmi upp að einhver myndi brjóta regluna óvart eða segjum vísvitandi að það ætti að vera 250 þúsund króna sekt og 20-0 tap. Það er ekkert meðalhóf, förum bara alla leið og drepum þetta í fæðingu,“ sagði Sævar. Hannes S. Jónsson.Vísir „Það er það sama og að nota ólöglegan leikmann eins og að nota fjórða erlenda leikmanninn,“ skaut Kjartan Atli. „Að hafa tekið þess ákvörðun og ætla síðan að skýla sér bak við það að láta Haukana kæra. Stundum þurfa menn að stíga aðeins upp og taka ábyrgð. KKÍ hefði ekki endilega þurft að kæra en þeir hefðu átt að stíga fram og segja að þarna sé augljós meingalli á þessari reglugerð. Það er ekki í anda leiksins að Haukarnir fari áfram á þessu litla tæknilega atriði,“ sagði Sævar. Enn eitt málið sem hefur verið tæklað illa „Þetta er enn eitt málið sem er að mínu mati búið að tækla ansi illa. Þetta er búin að vera löng saga af einhverjum leiðindamálum sem núverandi formaður og stjórn hafa tekið mjög illa á. Þá fer maður að hugsa er ekki kominn tími á að fá eitthvað nýtt og ferskt þarna inn. Aðeins að huga að einhverjum breytingum og hrista upp í hlutunum,“ sagði Brynjar. „Þetta er ákvörðunarfælið samband. Það eru engar ákvarðanir teknar nema þessi regla sem stjórnin setti síðastliðið sumar. Svo hafa þeir krosslagt puttana um að þetta myndi ekki gerast,“ sagði Brynjar. Það má sjá alla Framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum