Þorgrímur blandar sér í umræðuna: „Hafa leikmenn landsliðsins þakkað KSÍ?“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. nóvember 2022 19:09 Þorgrímur Þráinsson spyr sig hvort leikmenn landsliða Íslands hafi þakkað KSÍ fyrir tækifærið. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson, fyrrum knattspyrnumaður og liðsstjóri íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur nú blandað sér í umræðuna vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. Þorgrímur birti langa færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann veltir fyrir sér hvort og hvenær landsliðsfólk hafi yfir höfuð þakkað KSÍ og þjálfurum landsliðanna fyrir að veita þeim tækifærið á stóra sviðinu. Undanfarna daga hafa hinar ýmsu landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, bent á það að þær hafi ekki fengið sams konar þakklætisvott frá KSÍ við tímamótaleiki eftir að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, fékk sérstaka treyju afhenta eftir að hafa spilað sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið stigu fleiri landsliðskonur fram og bentu á svipað misræmi þar sem þær hafi ekki fengið þakklætisvott frá KSÍ eftir tímamótaleiki. Margrét Lára Viðarsdóttir benti til að mynda á að hún hafi aldrei fengið tækifæri til að þakka fyrir sig eftir langan og farsælan landsliðsferil, og þá benti markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á að hún væri enn að bíða eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þessi gagnrýni virðist þó ekki einungis heyrast frá leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins, heldur birti Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emils Hallfreðssonar, pistil á Instagram þar sem hún bendir á að Emil hafi ekki heyrt orð frá KSÍ eftir 18 ára landsliðsferil, eins og greint var frá á Mbl.is í dag. Hefur ekki þakkað KSÍ fyrir að veita sér það tækifæri að vinna í kringum landsliðið Nú hefur rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hins vegar tekið upp hanskann fyrir KSÍ. Þorgrímur starfaði lengi fyrir sambandið og á þeim 14 árum sem hann var i kringum landsliðið gegndi hann meðal annars stöðu liðsstjóra. „HJARTANS ÞAKKIR! Ég minnist þess ekki að hafa þakkað Guðna Kjartanssyni landsliðsþjálfara fyrir að hafa valið mig í landsliðið eftir aðeins sjö heila leiki í efstu deild árið 1980. Ég þakkaði heldur aldrei Sigried Held fyrir fallegt bréf þar sem hann sagði að ég væri hluti af landsliðshópnum. Og ég þakkaði heldur ekki Bo Johanson, fyrir að hafa valið mig í landsliðið undir lok ferilsins þegar ég hélt að öll nótt væri úti,“ ritar Þorgrímur í upphafi pistilsins. Hann segist heldur ekki hafa þakkað KSÍ sérstaklega fyrir að veita sér það tækifæri að fá að vinna í kringum landsliðið sem fór á EM árið 2016 og HM tveimur árum síðar og upplifa þar „nokkur af mínum ógleymanlegustu augnablikum á ferlinum,“ áður en hann veltir því fyrir sér hvenær og hverjum maður á að þakka fyrir sig. Dæminu snúið við Eftir gagnrýni leikmanna á KSÍ snýr Þorgrímur dæminu við og spyr sig hvort leikmenn hafi þakkað KSÍ fyrir sig. „Hafa leikmenn landsliðsins þakkað KSÍ fyrir að greiða þeim 100.000 á stig, þ.e. 300.000 krónur fyrir sigur í keppnisleik, burtséð frá því hvort þeir spila eða ekki? Þakka leikmenn KSÍ fyrir að veita þeim styttu (áður armbandsúr) fyrir að hafa spilað 50 landsleiki og gefa þeim málverk eftir 100 landsleiki? Ég hef aldrei heyrt um þakkarbréf frá landsliðsmanni í kjölfar þessara höfðinglegu gjafa. Þakka leikmenn KSÍ og landsliðsþjálfurum fyrir að gefa þeim tækifæri á stærsta sviðinu, lokakeppni þar sem alla dreymir um að vera? Ógleymanleg augnablik.“ „Mistök geta átt sér stað þegar fólk er undir álagi“ Þorgrímur bendir einnig á að eftir langt samstarf við KSÍ geti hann staðfest það að starfsfólk sambandsins leggi sig hundrað prósent fram í sinni vinnu. Mistök geti hins vegar átt sér stað þegar fólk er undir álagi og segir Þorgrímur einnig að vissulega megi samræma eitt og annað, eftir ábendingar. „Það get ég staðfest, hafandi unnið með landsliðinu í fótbolta í 14 ár, að starfsfólk KSÍ leggur sig 100% fram daglega og miklu meira en það. Mistök geta átt sér stað þegar fólk er undir álagi. Við gerum öll mistök og vissulega má samræma eitt og annað, eftir ábendingar. Skrifstofa KSÍ er undirmönnuð, það vita þeir sem vilja, og starfsfólkið er undir gríðarlegu álagi alla daga. Þegar ég sat fundi ár eftir ár með fulltrúum annarra knattspyrnusambanda þá göptu fulltrúarnir þegar starfsmannafjöldi KSÍ var nefndur. Í ljósi umsvifanna og árangursins þyrfti líklega að bæta við tíu starfsmönnum á skrifstofunni, ef ekki fleirum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt stutt sé í að einhverjir bugist og yfirgefi svæðið.“ Þorgrímur nýtir svo tækifærið undir lok færslunnar og þakkar sínu nánasta samstarfsfólki hjá KSÍ fyrir þessi 14 ár sem hann vann í kringum landsliðið. Hann segir að góðverkin sem þetta fólk hafi gert séu óteljandi, en að samfélagið í dag sé að mörgu leyti súrt og að það sé eins og fólk séu sífellt að leita uppi mistök annarra til að geta blásið í herlúðra. Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. 8. nóvember 2022 13:22 KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. 7. nóvember 2022 13:47 Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 „Vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur“ Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi. 8. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Þorgrímur birti langa færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann veltir fyrir sér hvort og hvenær landsliðsfólk hafi yfir höfuð þakkað KSÍ og þjálfurum landsliðanna fyrir að veita þeim tækifærið á stóra sviðinu. Undanfarna daga hafa hinar ýmsu landsliðskonur, núverandi og fyrrverandi, bent á það að þær hafi ekki fengið sams konar þakklætisvott frá KSÍ við tímamótaleiki eftir að Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, fékk sérstaka treyju afhenta eftir að hafa spilað sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið stigu fleiri landsliðskonur fram og bentu á svipað misræmi þar sem þær hafi ekki fengið þakklætisvott frá KSÍ eftir tímamótaleiki. Margrét Lára Viðarsdóttir benti til að mynda á að hún hafi aldrei fengið tækifæri til að þakka fyrir sig eftir langan og farsælan landsliðsferil, og þá benti markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á að hún væri enn að bíða eftir styttu sem landsliðsfólk á að fá að gjöf fyrir að ná 50 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Þessi gagnrýni virðist þó ekki einungis heyrast frá leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins, heldur birti Ása María Reginsdóttir, eiginkona knattspyrnumannsins Emils Hallfreðssonar, pistil á Instagram þar sem hún bendir á að Emil hafi ekki heyrt orð frá KSÍ eftir 18 ára landsliðsferil, eins og greint var frá á Mbl.is í dag. Hefur ekki þakkað KSÍ fyrir að veita sér það tækifæri að vinna í kringum landsliðið Nú hefur rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hins vegar tekið upp hanskann fyrir KSÍ. Þorgrímur starfaði lengi fyrir sambandið og á þeim 14 árum sem hann var i kringum landsliðið gegndi hann meðal annars stöðu liðsstjóra. „HJARTANS ÞAKKIR! Ég minnist þess ekki að hafa þakkað Guðna Kjartanssyni landsliðsþjálfara fyrir að hafa valið mig í landsliðið eftir aðeins sjö heila leiki í efstu deild árið 1980. Ég þakkaði heldur aldrei Sigried Held fyrir fallegt bréf þar sem hann sagði að ég væri hluti af landsliðshópnum. Og ég þakkaði heldur ekki Bo Johanson, fyrir að hafa valið mig í landsliðið undir lok ferilsins þegar ég hélt að öll nótt væri úti,“ ritar Þorgrímur í upphafi pistilsins. Hann segist heldur ekki hafa þakkað KSÍ sérstaklega fyrir að veita sér það tækifæri að fá að vinna í kringum landsliðið sem fór á EM árið 2016 og HM tveimur árum síðar og upplifa þar „nokkur af mínum ógleymanlegustu augnablikum á ferlinum,“ áður en hann veltir því fyrir sér hvenær og hverjum maður á að þakka fyrir sig. Dæminu snúið við Eftir gagnrýni leikmanna á KSÍ snýr Þorgrímur dæminu við og spyr sig hvort leikmenn hafi þakkað KSÍ fyrir sig. „Hafa leikmenn landsliðsins þakkað KSÍ fyrir að greiða þeim 100.000 á stig, þ.e. 300.000 krónur fyrir sigur í keppnisleik, burtséð frá því hvort þeir spila eða ekki? Þakka leikmenn KSÍ fyrir að veita þeim styttu (áður armbandsúr) fyrir að hafa spilað 50 landsleiki og gefa þeim málverk eftir 100 landsleiki? Ég hef aldrei heyrt um þakkarbréf frá landsliðsmanni í kjölfar þessara höfðinglegu gjafa. Þakka leikmenn KSÍ og landsliðsþjálfurum fyrir að gefa þeim tækifæri á stærsta sviðinu, lokakeppni þar sem alla dreymir um að vera? Ógleymanleg augnablik.“ „Mistök geta átt sér stað þegar fólk er undir álagi“ Þorgrímur bendir einnig á að eftir langt samstarf við KSÍ geti hann staðfest það að starfsfólk sambandsins leggi sig hundrað prósent fram í sinni vinnu. Mistök geti hins vegar átt sér stað þegar fólk er undir álagi og segir Þorgrímur einnig að vissulega megi samræma eitt og annað, eftir ábendingar. „Það get ég staðfest, hafandi unnið með landsliðinu í fótbolta í 14 ár, að starfsfólk KSÍ leggur sig 100% fram daglega og miklu meira en það. Mistök geta átt sér stað þegar fólk er undir álagi. Við gerum öll mistök og vissulega má samræma eitt og annað, eftir ábendingar. Skrifstofa KSÍ er undirmönnuð, það vita þeir sem vilja, og starfsfólkið er undir gríðarlegu álagi alla daga. Þegar ég sat fundi ár eftir ár með fulltrúum annarra knattspyrnusambanda þá göptu fulltrúarnir þegar starfsmannafjöldi KSÍ var nefndur. Í ljósi umsvifanna og árangursins þyrfti líklega að bæta við tíu starfsmönnum á skrifstofunni, ef ekki fleirum. Það kæmi mér ekki á óvart þótt stutt sé í að einhverjir bugist og yfirgefi svæðið.“ Þorgrímur nýtir svo tækifærið undir lok færslunnar og þakkar sínu nánasta samstarfsfólki hjá KSÍ fyrir þessi 14 ár sem hann vann í kringum landsliðið. Hann segir að góðverkin sem þetta fólk hafi gert séu óteljandi, en að samfélagið í dag sé að mörgu leyti súrt og að það sé eins og fólk séu sífellt að leita uppi mistök annarra til að geta blásið í herlúðra.
Fótbolti KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. 8. nóvember 2022 13:22 KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. 7. nóvember 2022 13:47 Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03 „Vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur“ Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi. 8. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. 8. nóvember 2022 13:22
KSÍ setti sig loks í samband við Margréti Láru: „Því miður er ég ekki einsdæmi“ Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, segir að framkvæmdastjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, hafi sett sig í samband við sig í morgun. 7. nóvember 2022 13:47
Guðbjörg fær loksins styttuna í jólagjöf Enn bætist í hóp landsliðskvenna sem gagnrýna Knattspyrnusamband Íslands fyrir skort á viðurkenningu í þeirra garð, eftir að Aron Einar Gunnarsson var heiðraður með sérstakri treyju eftir hundraðasta landsleik sinn í gær. 7. nóvember 2022 10:03
„Vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur“ Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi. 8. nóvember 2022 07:01