Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:40 Jónatan og Árni eru sammála um að stíga þurfi varlega til jarðar hvað varðar mögulega sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. „Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira