Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 12:25 Penn og Selenskí skiptust á verðlaunum. AP Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Penn, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir bæði Mystic River og Milk, er sagður vinna að heimildarmynd um innrás Rússa í Úkraínu og hefur áður heimsótt og fundað með Selenskí. „Þetta er bara táknrænn kjánalegur hlutur en ef hann er hér líður mér betur og nógu sterkur fyrir átökin,“ sagði Penn við Selenskí. „Komdu með hann til Malibu þegar þú vinnur, því mér líður miklu betur vitandi að partur af mér er hér.“ Selenskí þakkaði fyrir sig með því að veita Penn heiðursorðu, sem hann sagði reyndar ekki frá sér heldur frá Úkraínu. „Það eru þrír staðir þar sem stoltið mitt býr; staðurinn þar sem dóttir mín fæddist, staðurinn þar sem sonur minn fæddist og hér,“ sagði Penn þegar hann tók við verðlaununum. Leikarinn hafði áður hótað því að bræða verðlaunastytturnar ef Selenskí yrði ekki boðið að ávarpa Óskarsverðlaunahátíðina í ár. Samkvæmt reglum akademíunnar er óheimilt að selja eða losa sig við verðlaunagripina. Penn og kollegi hans Ben Stiller eru meðal þeirra sem settir hafa verið á bannlista í Rússlandi, vegna heimsókna sinna til Úkraínu og yfirlýsts stuðnings við úkraínsku þjóðina. Þess ber að geta að Selenskí var sjálfur leikari áður en hann var kjörinn forseti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hollywood Óskarsverðlaunin Bandaríkin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira