Falin skólagjöld Háskóla Íslands Rebekka Karlsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Til þess að stunda nám við Háskóla Íslands þurfa nemendur að greiða skrásetningargjald, en gjaldið má lögum samkvæmt vera að hámarki 75.000 kr. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur lengi efast um réttmæti skrásetningargjaldsins og hefur áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema nú úrskurðað í máli sem rennir stoðum undir þær efasemdir. Niðurstaða nefndarinnar er sú að háskólaráð Háskóla Íslands hafi brotið gegn stjórnsýslulögum við útreikninga á gjaldinu með því að notast við tölur frá 2015 og uppreikna þær til ársins 2021. Stúdentaráð sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem vakin er athygli á þessu lögbroti Háskóla Íslands við útreikninga á skrásetningargjaldinu. Af hverju skipta þessir útreikningar máli? Þegar opinberar stofnanir eins og Háskóli Íslands, rukka þjónustugjöld eins og skrásetningargjöldin, er grundvallaratriði að þau fari aðeins í þá þjónustu sem greiðandi er í raun að fá. Önnur gjöld sem hið opinbera innheimtir eru skattar, en skrásetningargjaldið er að sjálfsögðu ekki skattur. Af þessu leiðir að Háskóla Íslands ber annars vegar að afmarka þá kostnaðarliði sem felldir verða undir skrásetningargjaldið og hins vegar að tryggja að fjárhæð gjaldsins sé byggð á traustum útreikningi á þeim kostnaði sem hlýst af því að veita þessa þjónustu með skrásetningu nemandans. Það liggur í augum uppi að HÍ getur ekki tryggt það að gjaldið standi í raun undir þeirri þjónustu sem nemandinn nýtir sér með því að nota sex ára gamla útreikninga. Nú hefur háskólaráð tekið málið aftur fyrir og teflir fram nýjum útreikningum á skrásetningargjaldi undanfarinna ára til og með 2021. Sé staðreyndin sú að þessir nýju útreikningar hafi verið til allan tímann við meðferð málsins hjá háskólaráði í aðdraganda niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar, er ljóst að háskólaráð starfaði ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og rannsóknarreglu. Þessir ‘eftir-á’ útreikningar sem háskólaráð býður nú upp á breyta ekki þeirri staðreynd að háskólinn braut lög við það að notast við tölur frá 2015 í fyrri afgreiðslu sinni á málinu og hefur nú þegar innheimt skrásetningargjaldið samkvæmt þeim útreikningum. Falin skólagjöld? Þjónustugjöld má aðeins innheimta samkvæmt sérstakri lagaheimild og slíka heimild fyrir innheimtu skrásetningargjaldsins er að finna í lögum um opinbera háskóla. Lögin setja tvö skilyrði fyrir innheimtu gjaldsins: Annars vegar að gjöldin skuli ekki skila háskóla hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og ákveðinnar þjónustu. Hins vegar að þjónustan sem rukkað er fyrir megi ekki teljast til kostnaðar við kennslu og rannsóknarstarfsemi. Meðal þess sem háskólinn telur upp sem kostnaðarliði að baki gjaldinu er kostnaður vegna skipulags kennslu og prófa, rekstur kennslusviðs, bókasafns og tölvuvers og fleira. Stúdentaráð telur þessa kostnaðarliði falla undir kostnað við kennslu sem lög kveða sérstaklega á um að megi ekki rukka fyrir með skrásetningargjaldinu. Námsmat með prófahaldi, skipulag kennslu og rekstur kennslusviðs eru allt órjúfanlegir þættir kennslu. Þá verður rekstur á tölvum og prenturum seint talin starfsemi sem fellur undir skrásetningu stúdenta við skólann. Sé vafi um hvað teljist til kennslu, verður að taka tillit til þess að þegar meta á hvort opinber gjöld sem eru íþyngjandi fyrir þá sem þau greiða, standist lög, á að túlka vafa greiðandanum í hag. Þrátt fyrir að áfrýjunarnefndin taki ekki afstöðu til þess hvort þessir kostnaðarliðir standist skilyrði laganna, felur úrskurðurinn engu að síður í sér að nefndin telur háskólaráð ekki hafa metið með fullnægjandi hætti hvaða forsendur búa að baki skrásetningargjaldinu og taldi þar með að háskólaráð gæti ekki tekið afstöðu til kröfu nemandans um endurgreiðslu. Úrskurðurinn staðfestir þannig þann grun Stúdentaráðs að gjaldið sé ekki eingöngu skrásetningargjald í fyllstu merkingu orðsins heldur sé það betur skilgreint sem skólagjöld sem fari ekki eingöngu í þá þjónustu sem nemandinn er rukkaður fyrir - og fyrir slíkum gjöldum hefur háskólinn ekki heimild til að innheimta. Stjórnvöld eiga að fjármagna opinbera háskólamenntun Úrskurðurinn opnar á stærra samtal um fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar og samkeppnishæfni íslenska háskólastigsins í samanburði við Norðurlöndin. Skrásetningargjaldið við Háskóla Íslands er margfalt hærra en þekkist á hinum Norðurlöndunum, þar sem það tíðkast almennt hvorki að innheimta skrásetningar- né skólagjöld af stúdentum í opinberum háskólum. Skrásetningargjaldið felur í sér álögur á stúdenta sem nú þegar vinna í miklum mæli meðfram námi, eða 72% íslenskra stúdenta samkvæmt EUROSTUDENT VII og segjast um 70% þeirra ástæðu þess að þeir vinni með námi vera að annars eigi þeir ekki efni á að vera í námi. Skrásetningargjaldið takmarkar þannig aðgengi að háskólamenntun og skerðir þar með jafnrétti allra til náms. Stjórnvöld verða að standa við gefin loforð um stórsókn í menntun og gera nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi fjárveitinga til háskólastigsins til að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar háskólamenntunar. Háskóli Íslands á ekki að þurfa að teygja sig í vasa stúdenta til viðbótar við fjárframlög ríkisins. Það er á ábyrgð stjórnvalda að sjá til þess að opinber háskólamenntun sé fjármögnuð sem skyldi. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar