Tilboðskvíðinn raunverulegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 21:31 Verslunareigandi hvetur landsmenn til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gefa sig neyslubrjálæði nóvembermánaðar á vald. Sjálf finnur hún fyrir hálfgerðum tilboðskvíða á afsláttardögum eins og í dag, degi einhleypra, sem orðinn er sá stærsti hér á landi. Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kauphegðun Íslendinga hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár. Í fyrra nýttu 85 prósent landsmanna sér netverslun, miðað við aðeins 75% árið 2018. Þá eru greiðslukortin nú einkum munduð í þeirri holskeflu afsláttardaga sem ríður yfir í nóvember. 54 prósent landsmanna nýttu sér þessa daga í fyrra, rúmur helmingur þjóðarinnar semsagt. Og dagurinn í dag, dagur einhleypra, er orðinn sá stærsti. Megináhersla er lögð á netverslun, eins og tilboðin sem hér sjást hrúgast inn gefa til kynna. Jönu Maren Óskarsdóttir, annars eiganda Hringekjunnar, svokallaðrar hringrásarverslunar þar sem fólk getur leigt bás og selt af sér föt, hálfhryllir við þessu. „Þetta veldur mér allavega persónulega kvíða. Eins og í dag var ég að keyra og þá heyrði ég bara auglýsingar og tilboð. Og eina sem ég hugsaði er bara: Vá, verð ég ekki að nýta þessi tilboð, kaupa jólagjafir? Og þetta kemur af stað einhverjum hugsunarhætti þar sem þér finnst þú vera að missa af. Og þá fer fólk líka að kaupa eitthvað sem það þarf ekki að kaupa.“ Innlend netverslun hefur vissulega sótt í sig veðrið síðustu ár en markaðshlutdeild erlendra risa þegar kemur að vinsælasta netvarningnum, fötum skóm og fylgihlutum, er enn mikil. Þar er hið skandinavíska Boozt stærst - en kínverska hraðtískurisanum Shein vex einnig ásmegin - er með um 8 prósent hlutdeild. vísir/hjalti Föt frá Shein voru bönnuð í Hringekjunni fyrir skömmu vegna eiturefna - en umhverfisáhrifin eru einnig annars konar. Umfang framleiðslunnar á sér nær engan líka á heimsvísu en Jana hefur þó trú á að landsmenn séu í auknum mæli meðvitaðir um skaðsemina. vísir/hjalti Ertu með einhver skilaboð til fólks í þessu neyslubrjálæði framundan? „Það er alltaf hægt að fara og versla í hringrásarverslunum, nytjamörkuðum. Það er hægt að komast í lítið notaðan fatnað í slíkum verslunum. Þannig að það er hægt að breyta til og fara frekar þá leið,“ segir Jana.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira