Segir malbikun sveitavega snúast um lífsgæði og endingu á bílum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2022 23:11 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn. Sigurjón Ólason Átaks er þörf til að byggja upp sveitavegi landsins, að mati forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur athugandi að slaka á kröfum um umferðarhraða ef það mætti verða til þess að malbik kæmist á fleiri kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30
Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49