Mistök endurupptökudóms? Gestur Jónsson skrifar 14. nóvember 2022 10:06 „... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
„... þegar um er að ræða að í fyrri málsmeðferð hafi verið brotið gegn reglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu eins og í þessum tveimur málum Milestone og Exeter máli Styrmis þá þarf að framkvæma skýrslutökurnar í Hæstarétti til þess að hægt sé að bæta úr málsmeðferðargallanum og sakfella í Hæstarétti.“ Þessi orð eru höfð eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara í Morgunblaðsviðtali 12. nóvember sl. Undirritaður var verjandi annars endurskoðandans sem ákærður var í Milestone málinu. Gangur málsins var eftirfarandi í stuttu máli. Endurskoðandinn var sýknaður í héraðsdómi af þriggja manna dómi sem í sátu reyndur héraðsdómari og tveir endurskoðendur. Fyrir dómi voru skýrslur teknar af ákærðu og mörgum vitnum. Mat hins sérfróða héraðsdóms var að endurskoðandinn hafi í störfum sínum fylgt góðri endurskoðunarvenju og ekki brotið gegn neinum reglum sem um starfið giltu. Áfrýjað var til Hæstaréttar. Málið dæmdu fimm hæstaréttardómarar. Enginn sérfræðingur í endurskoðun sat í dómi enda ekki heimild til. Í Hæstarétti var endurskoðandinn sakfelldur. Þetta gerði Hæstiréttur án þess að hafa hlustað á framburð ákærðu og vitna og þrátt fyrir niðurstöðu sérfræðinganna sem sátu í héraðsdómi. Endurskoðandinn skaut máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Þar á bæ sögðu menn sakfellinguna í Hæstarétti hafa falið í sér brot gegn grundvallarreglunni um milliliðalausa sönnunarfærslu. Endurskoðandinn leitaði til Endurupptökudóms og óskaði endurupptöku málsins fyrir Hæstarétti. Leit svo á að skýrslutökur fyrir Landsrétti um 15 til 18 ára atvik þjónuðu ekki tilgangi. Þá væri sérfræðimat héraðsdóms í fullu gildi. Ríkissaksóknari gerði ekki athugasemd við kröfu endurskoðandans um að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti. Endurupptökudómur féllst á að málið yrði endurupptekið fyrir Hæstarétti og felldi þar með úr gildi sakfellingardóm Hæstaréttar. Afleiðingin varð sú að málið kom til Hæstaréttar í því formi að sakfelling var útilokuð. Engin hindrun var hins vegar fyrir því að Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Hæstiréttur vísaði málinu frá þannig að sýknudómur héraðsdóms stendur. Er þetta lýsing á mistökum Endurupptökudóms? Ég lít ekki svo á. Í ferlinu sem að framan er lýst er ljóst að það var Hæstiréttur Íslands sem gerði mistök. Sakfellingin í Hæstarétti var brot á grundvallarreglu sem Ísland hefur skuldbundið sig til þess að virða. Dómur MDE liggur fyrir um þetta. Af orðum Hæstaréttar í frávísunardómi í máli Styrmis Þórs Bragasonar og orðum saksóknarans sem ég vitnaði til í upphafi greinarinnar mætti ætla að tilgangurinn með endurupptöku sé að gefa dómstólnum kost á að bæta úr eigin mistökum. Ég leyfi mér að fullyrða að sá er ekki tilgangurinn. Tilgangur endurupptöku er að vernda hagsmuni þess manns sem ranglega hefur verið dæmdur. Maður sem ranglega var sakfelldur er ekki að leita að „löglegri sakfellingu“. Hann er að leita eftir því að losna undan ólögmætri sakfellingu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Baugsmálið - minningarorð Síðasta fimmtudag lauk Baugsmálinu svokallaða í Hæstarétti. Skjólstæðingur minn Jón Ásgeir Jóhannesson var með endanlegum dómi sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaflegu ákærunni nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákæruliðarins. 10. nóvember 2022 14:51
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun