Njóta sveitalífs við niðinn í ánni en búa samt í jaðri borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 14. nóvember 2022 15:54 Elín Guðrún Heiðmundsdóttir býr á Bakka við Hólmsá ásamt manni sínum, Snorra Guðmundssyni. Arnar Halldórsson Elliðavatn og vatnasvið þess upp með ánum Bugðu og Hólmsá geymir leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Því kynnumst við í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Skammt frá Geithálsi fundu þau Elín Guðrún Heiðmundsdóttir og Snorri Guðmundsson sinn sælureit árið 2000. Heimili þeirra kallast Bakki en þéttur trjágróður skýlir þeim frá Suðurlandsvegi. Þéttur trjágróður umlykur húsið Bakka.Arnar Halldórsson Elín segir lífið þar draumi líkast. Snorri segir það forréttindi. „Ég er bara tíu mínútur í vinnuna, ég vinn í Grafarvogi. Fólk sem hefur komið hérna það hafði bara ekki hugmynd um að þetta væri til en búið að keyra milljón sinnum framhjá,“ segir Elín. Sveinbjörn Guðjohnsen nýtur þess að vera með hesta á Sólnesi við ána Bugðu. Fyrir aftan sér í Rauðhóla.Arnar Halldórsson Húsið Sólnes er við bakka Bugðu rétt við íbúðahverfi borgarinnar í Norðlingaholti. Þar búa þau Katrín Gísladóttir Sedlacek og Sveinbjörn Guðjohnsen. Þegar Sveinbjörn sýnir okkur hestana úti í móa gæti maður allt eins haldið að maður væri staddur á afskekktum stað fjarri alfaraleið. „Þetta er náttúrlega engu líkt að vera í Reykjavík og hafa alla þessa reiðvegi. Og geta verið með hesta og börnin sín og á. Reykjavík er svo sérstök," segir Sveinbjörn. Á Geirlandi er Einar Gíslason með Hólmsá við hliðina á heimili sínu.Arnar Halldórsson Einar Gíslason, annar stofnanda ET-flutninga, hefur verið að koma sér fyrir á Geirlandi við Lækjarbotna ásamt konu sinni, Diljá Eyjólfsdóttur. Einar segir að staðurinn gæti allt eins verið langt úti á landi. „Þetta er bara paradís hérna," segir Einar. Geirland vinstra megin við Hólmsá. Hægra megin er byggð sem kennd er við eyðibýlið Elliðakot.Arnar Halldórsson Í þættinum, sem er sá seinni af tveimur um Elliðavatn og nágrenni, kynnumst við nánar náttúru svæðisins. Þá er fjallað um spennandi stríðssögu Rauðhólanna og hvelfingar Gvendarbrunna skoðaðar en þaðan fá borgarbúar vatnið sitt. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36 Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Guðmundur í Víði bjó sér til fossnið við Elliðavatn „Það blundaði alltaf í honum svo mikill bóndi. Hann hafði svo gaman af náttúrunni,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, þegar hann útskýrir hversvegna faðir hans, Guðmundur Guðmundsson, forstjóri Trésmiðjunnar Víðis, valdi að byggja upp heimili fjölskyldunnar í sveit við Elliðavatn. 13. nóvember 2022 12:36
Bóndinn í borginni minnir á hvar stór hluti landbúnaðarvara er framleiddur Bóndi sem stundar landbúnað á lögbýli í einu af nýjustu hverfum Kópavogs segir fólk almennt ekki átta sig á því hversu stór hluti af landbúnaðarvörum Íslendinga sé framleiddur á Reykjavíkursvæðinu. 11. nóvember 2022 22:44