Nokkrir tugir manna í vélhjólaklúbbum sem stunda glæpi hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Runólfur segir klúbba sem þessa engin landamæri virða. Vísir/Arnar Nokkrir tugir manna eru í vélhjólaklúbbum sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi að mati ríkislögreglustjóra. Nokkrir slíkir klúbbar eru virkir hér á landi. Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Hátt í þrjátíu meðlimum vélhjólaklúbbsins Hells Angels var vísað frá landinu um helgina. Lögreglan taldi mennina ógn við þjóðaröryggi en allir komu þeir til landsins frá Svíþjóð og Þýskalandi til að vera viðstaddir gleðskap á vegum klúbbs samtakanna hér á landi. Hells Angels er flokkaður sem Skipulögð glæpasamtök af Europol og er álitinn slíkur hér á landi sömuleiðis. Meðlimir Hells Angels telja um 3.500 í 59 löndum en auk þeirra er fjöldi stuðningsklúbba, sem teljast ekki beint til Hells Angels en eru þó hluti af starfseminni. Þar má til dæmis nefna Red Devils og Gatekeepers. Hér á landi telur lögregla nokkurn fjölda hluta af klúbbum sem þessum. „Við teljum að í þessum vélhjólagengisklúbbum, sem eru starfandi hér á landi, séu nokkrir tugir einstaklinga, í nokkrum mismunandi klúbbum og bera öll einkenni skipulagðrar brotastarfsemi,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Hann nefnir í þessu samhengi, auk Hells Angels, klúbbana Outlaws og Bandidos. Brotastarfsemi þeirra sé fjölbreytt. „Þetta er yfirleitt mjög fjölþætt starfsemi. Þetta er hagnaðardrifin starfsemi þannig að brotaflokkarnir geta verið margvíslegir og í öllum tilvikum hagnaðardrifnir,“ segir Runólfur. Vísbendingar séu um að klúbbar hér á landi séu í virkum samskiptum við klúbba erlendis. „Einkenni þessarar starfsemi er sú að í dag er hún mjög alþjóðleg, virðir engin landamæri,“ segir Runólfur. „Lögreglan þarf að gefa þessu meiri gaum. Atburðir helgarinnar eru vísbending um að mögulega séu þessir hópar hér á landi að eflast.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32 Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38 Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Fimm til viðbótar yfirgefa landið á morgun Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur. 12. nóvember 2022 16:32
Öllum tuttugu og tveimur meðlimum Hells Angels vísað frá landi Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi. 12. nóvember 2022 10:38
Á níunda tug meðlima Hells Angels ákærðir í Portúgal Yfirvöld í Portúgal hafa ákært 89 meðlimi mótorhjólagengisins Hells Angels vegna aðildar að skipulagðri glæpastarfsemi, morðtilrauna, rána og eiturlyfjasmygls. 11. júlí 2019 19:13