„Það var búið að ákveða að ég yrði hérna einn“ Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 22:04 Sigríði Dögg og Bjarna greindi á um fyrirliggjandi samkomulag í Kastljósi. Samsett/Vísir/Vilhelm Nokkra athygli vakti í Kastljósi kvöldsins þegar þáttastjórnandinn sagði Bjarna Benediktsson hafa gert það að forsendu fyrir viðtalinu að hann yrði einn. Það þvertók Bjarni fyrir og sagði stjórnandann hafa ætlað að breyta fyrirkomulagi viðtalsins á síðustu stundu. Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum. Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Orðaskipti þeirra Sigríðar Daggar Guðjónsdóttur og Bjarna í lok samtals þeirra vöktu athygli í kvöld. „Þú settir það sem skilyrði að vera einn í þessu viðtali,“ sagði Sigríður Dögg og Bjarni svaraði: „Ég setti það ekki sem skilyrði.“ „Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar á Facebook fyrir útsendi Kastljóss kvöldsins. Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, setti upptöku af orðaskiptum Sigríðar Daggar og Bjarna á Twitter í kvöld og spurði hvort Spaugstofumenn væru mættir aftur til vinnu. Spaugstofan? pic.twitter.com/txhPzXL2ef— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 14, 2022 „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn“ Bjarni þvertók fyrir það að hafa neitað að mæta í viðtalið nema hann yrði einn í því en Sigríður Dögg fullyrti að aðstoðarmaður hans hefði gert það að skilyrði fyrir mætingu Bjarna. „Þá skaltu ræða það við aðstoðarmann þinn,“ sagði Sigríður Dögg. Bjarni sagði þá að þegar hann fór heim úr vinnunni í dag þá hefði hann þegar gert samkomulag við hana um að hann yrði einn í viðtalinu. „Það voru forsendur fyrir þessu viðtali og ef þú ert að reyna að láta að því liggja að ég þori ekki að mæta pólitískum andstæðingum, þá finnst mér það heldur aumt,“ sagði Bjarni. Aðstoðarmaðurinn svarar fyrir sig Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ritaði fyrir skömmu færslu á Facebook þar sem hann segir sína hlið á málinu. „Líklega er það heiður fyrir manninn bak við tjöldin að fá shoutout í Kastljósinu, og það oftar en einu sinni. Tilefnið var hins vegar svolítið skrýtið í kvöld. Þáttastjórnandinn Sigríður Dögg fullyrti þar að ég hefði sett skilyrði um að Bjarni Benediktsson yrði einn í viðtalssetti kvöldsins. Uppleggið hefði upprunalega verið að hann færi í viðtal með stjórnarandstæðingum, en ég síðan gert kröfu um annað,“ segir Hersir. Þetta segir hann rangt. Þau Sigríður Dögg hafi verið í reglulegum samskiptum í dag, frá því að Bjarni samþykkti í morgun beiðni um að mæta til hennar í Kastljós. „Þegar nær dró þættinum fékk ég símtal frá Sigríði Dögg um breytt fyrirkomulag; að Bjarni myndi mæta með stjórnarandstæðingi/um í þáttinn, t.d. Kristrúnu Frostadóttur. Ég benti á að það væri annað en ákveðið hefði verið skömmu áður og eðlilegt að fyrirkomulagið stæði óbreytt,“ segir Hersir. Talar í sig kjark til að mæta andstöðunni á morgun Hersir segir að flestir þeir sem fylgst hafi með fréttum og þingfundum hafi tekið eftir því að Bjarni hafi þorað að mæta stjórnarandstöðunni hvar sem þess þurfi, hvort sem er í þingsal, sjónvarpssal eða sölum þingnefnda. „Mér skilst að hann ætli meira að segja að tala í sig kjark og vera með stjórnarandstöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi um skýrslu Ríkisendurskoðunar allan daginn á morgun,“ segir Hersir að lokum.
Salan á Íslandsbanka Ríkisútvarpið Sjálfstæðisflokkurinn Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira