Hvað ætlar skólinn að gera? Sigurður Arnar Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 07:31 Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um íslenskar skólastofnanir á síðustu misserum. Umræðan hefur oftar en ekki tengst neikvæðum hlutum s.s. að árangur skólastarfs sé slakur, að skólafólk sinni ekki eineltismálum sem skyldi eða jafnvel að skólafólk beiti ekki réttum kennsluaðferðum t.d varðandi lestrarkennslu. Þessi umræða einkennist umfram annað af fullyrðingum sem standast illa skoðun og byggja oftar en ekki á mati einstaklinga sem telja sig hafa fundið upp einu réttu lausnina og hafi svar við öllum hlutum. Allir ættu hins vegar að vita að nám og uppeldi er flóknara en svo að til sé eitt rétt svar eða ein rétt leið sem hentar öllum. Fjölmiðlar vilja gjarnan fjalla um skólafólk en hafa minni áhuga á að tala við það. Ef upp koma fullyrðingar um eitthvað sem betur má fara í skólum, taka fjölmiðlar og samskiptamiðlar við sér. Umræðan er oft á tíðum með slíkum eindæmum að skólafólk á ekki eitt aukatekið orð. Harkan og óbilgirnin sem þarna á sér stað er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að hugsa alvarlega um. Ég ætla ekki að halda því hér fram að allt sé fullkomið í skólum eða samfélaginu almennt. Margt gengur ekki eins vel og við viljum hafa það. Það að halda því hins vegar fram að skólafólk leggi sig ekki fram eða láti sig ekki varða hagsmuni nemenda sinna og samfélags er kolrangt. Í skólum starfar vel menntað starfsfólk sem leggur nótt við dag við að sinna því sem mestu skiptir í lífinu. Það er að gæta barnanna okkar og efla þau á allan hátt. Í öllum skólum er unnið að frábærum skólaverkefnum. Ég hef starfað að skólamálum í þrjátíu ár og þekki vel til. Í hvert skipti sem ég kem inn í skóla sé ég eitthvað nýtt og frábært sem ég reyni að læra af og nýta. Ekki verður annað séð en að almenningur sé á sama máli því samkvæmt könnunum og gæðamati fær skólastarfið á Íslandi góða umsögn. Hér á vel við orðatiltækið, glöggt er gests auga. Erlendis vekur t.d. athygli hvernig íslenskt skólakerfi hélt úti kennslu og starfsskipulagi í heimsfaraldri meðan aðrar þjóðir þurftu að loka sínum skólum svo vikum og mánuðum skipti. En hvað veldur þessari neikvæðu umræðu í fjölmiðlum? Hér er erfitt að svara en svo virðist sem skólastofnanir séu gerðar ábyrgar fyrir öllu sem misferst í samfélaginu. Dæmi um það eru nýlegar fréttir í fjölmiðlum. Til dæmis fréttir þar sem fjallað er um erfiðar forræðisdeilur og vaxandi rasíska orðræðu. Annað dæmi eru eineltismál sem tengjast inn í marga skóla, íþróttafélög og fjölda heimila. Þriðja dæmið er stuldur ungmenna í stórmarkaði að kvöldi og lögregla er kölluð til. Fjórða dæmið eru hópslagsmál ungmenna á leiksvæði um helgi. Fimmta dæmið er vaxandi áhyggjur af tölvu og símafíkn barna og ungmenna. Áfram mætti lengi telja en það sem þessar fréttir eiga sameiginlegt er að í umræðu í tengslum við þær er alltafspurt: Hvað ætlar skólinn að gera? Skólastofnanir sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu, það er óumdeilanlegt. En að gera skóla og skólafólk ábyrgt fyrir öllu sem misferst er einkennilegt svo ekki sé sterkaratil orða tekið. Lykill að góðum árangri er ekki að finna sökudólg fyrir því sem misferst. Árangur okkar ræðst af góðu samstarfi heimilis og skóla. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir óteljandi hættum og áskorunum. Það hefur sjaldan eða aldrei verið flóknara að ala upp barn. Stafræn tækni hefur tekið völdin og við höfum öll það verk að vinna að láta tæknina þjóna okkur en ekki stjórna. Allt samfélagið þarf að leggjast á eitt til að vinna saman á uppbyggilegan hátt og gera betur. Skólar og starfsmenn þeirra ætla ekki að elta niðurrifstal, sleggjudóma og á köflum hreinan dónaskap á samfélagsmiðlum. Á slíku er ekkert gott að byggja. Ég fullyrði að skólafólk vill vinna með nemendum sínum, foreldrum og skólasamfélaginu í að skapa betra samfélag. Áskoranir nútímans eru ekki einkamál skóla heldur okkar allra. Til að skólar verði enn betri menntastofnanir og veiti betri þjónustu þarf aðhald en fyrst og fremst samvinnu, velvild og stuðning. Stöndum saman, aukum samstarf og eflum skólastarf á öllum skólastigum með jákvæðni að leiðarljósi. Höfundur er skólastjóri Grundaskóla og formaður skólastjórnendafélags Vesturlands.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun