Hitamet falla um Evrópu Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. nóvember 2022 11:20 Hiti hefur mælst yfir meðallagi hérlendis. Vísir/Vilhelm Hlýtt hefur verið í Evrópu á síðustu misserum, hæsti hiti í nóvembermánuði í Finnlandi frá upphafi mældist í Helsinki á dögunum og hafa mikil hlýindi verið í Bretlandi. Hiti hérlendis mælist yfir meðallagi miðað við árstíma. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október. Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur greindi frá þessu í Bítinu í morgun en hann segir október hafa verið hlýrri en gengur og gerist. „Hitinn núna þessa dagana er svona sex til átta gráðum yfir meðallagi árstímans, eitthvað svoleiðis. Hann var að mælast ellefu og tólf stig á nokkrum stöðum fyrir norðan í gær,“ segir Einar. Tíðin hafi verið mjög mild frá því um 10. október og ekki sjái fyrir endann á því. „Þetta er ekki bara hér sem þetta hefur verið svona, það voru sett mjög athyglisverð hitamet á meginlandi Evrópu um helgina. Til að mynda aldrei mælst svona hár hiti á Bretlandseyjum þetta seint haustsins eins og gerði, það fór í rúmar tuttugu gráður í Wales,“ segir Einar. Hann nefnir einnig að hitamet hafi fallið í Finnlandi. Hæsti hiti í nóvember frá upphafi hafi mælst hjá veðurathugunarstöð í Helsinki en þar hófust mælingar fyrir árið 1900. Viðtalið við Einar veðurfræðing má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guardian greindi frá því fyrr í mánuðinum að margar Evrópuþjóðir hefðu upplifað hlýrri októbermánuð en vanalega. Í þeim hópi voru meðal annars Frakkland, Austurríki, Slóvenía og Sviss en í þeim löndum var hitamet slegið. Sænski miðillinn SVT greindi einnig frá því á dögunum að hitamet hefði fallið þar í landi en aldrei hefur hiti mælst jafn hár, jafn seint á árinu. Hitametið féll á þremur stöðum í Svíþjóð þann 12. nóvember síðastliðinn og fór hitinn upp í 16,7 gráður. Á meðan hitamet voru slegin í Evrópu á að hafa snjóað á hálendi Brasilíu í fyrsta skipti á þessum árstíma í hundrað ár og snörp hitalækkun gekk yfir ákveðin svæði í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í Salt Lake City í Utah féll hámarkshitinn úr 25 gráðum þann 21. október niður í sjö gráður þann 19. október.
Loftslagsmál Bandaríkin Bretland Finnland Svíþjóð Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira