Segir greinargerð ráðherra vegna sölunnar hafa verið óskýra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:26 Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að það náist ekki heildarmynd af sölunni á Íslandsbanka fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla stofnunarinnar sýni margskonar annmarka á söluferlinu og markmið ráðherra hafi ekki verið nægjanlega skýr í greinagerð með lögum. Ríkisendurskoðun bendir á margvíslega annmarka á söluferlinu Íslandsbanka í sinni skýrslu. Nokkrum sinnum er vísað til þess að Bankasýslan hafi farið á svig við lög eða eins og kemur fram orðrétt í skýrslunni: Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að Bankasýslan hafi í aðdraganda söluferlisins ekki sinnt með fullnægjandi hætti hlutverki sínu skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 88/2009 um stofnunina að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Þá er einnig vísað til laga um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum í skýrslunni þá ákvæðis þar sem kemur fram að þegar ákvörðun sé tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Um þetta atriði segir í skýrslu Ríkiendurskoðunar orðrétt: Stofnunin tók þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga nr. 155/2012 um hagkvæmni eða hæsta verð. Þýði ekki lögbrot Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir skýrsluhöfunda ekki verið að benda þarna á að farið hafi verið á svig við lög. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að skera úr um ágreining um lagatúlkun. Hann segir hins vegar að skýrslan sýni fram á nægjanlega mikla annmarka á ferlinu. Til að mynda hafi greinargerð ráðherra um söluna ekki verið nógu skýr. „Við erum að benda á það að það eru mörg markmið sem koma fram í greinargerð ráðherra og minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi henni. Markmiðin hefðu mátt vera skýrari. Þetta eru ólík markmið, þau vinna ekki alltaf í sömu áttina, það þarf að sætta þau og að okkar mati hefði þurft að liggja betur fyrir hvaða vægi þú ætlar að gefa hverju markmiði fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hann segir að Bankasýslan hafi ekki unnið málið nægilega vel. „Þessu tilboðsfyrirkomulagi hafði aldrei verið beitt áður. Það þarf að draga lærdóm af þessu. Ef þessu verður beitt aftur þarf að reisa þessu betri skorður en beitt var núna. Ég held að hvorki þing né þjóð hafi haft forsendur til að fjalla um þetta með þeim gagnrýna hætti sem hefði þurft,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir einnig á að það sé verið að rannsaka fleiri þætti. „Það eru ýmsir þættir sem snúa að þessu söluferli sem eru í höndum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það verður ekki fyrr en þeirri athugun er lokið sem það kemur heildarmynd af ferlinu,“ segir Guðmundur að lokum. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Ríkisendurskoðun bendir á margvíslega annmarka á söluferlinu Íslandsbanka í sinni skýrslu. Nokkrum sinnum er vísað til þess að Bankasýslan hafi farið á svig við lög eða eins og kemur fram orðrétt í skýrslunni: Það er niðurstaða Ríkisendurskoðunar að Bankasýslan hafi í aðdraganda söluferlisins ekki sinnt með fullnægjandi hætti hlutverki sínu skv. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 88/2009 um stofnunina að tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings. Þá er einnig vísað til laga um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum í skýrslunni þá ákvæðis þar sem kemur fram að þegar ákvörðun sé tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skuli áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Um þetta atriði segir í skýrslu Ríkiendurskoðunar orðrétt: Stofnunin tók þá ákvörðun, að ráði ráðgjafa sinna, að leggja til við ráðherra að eignarhluturinn skyldi seldur á lægra verði að því er virðist til að ná fram öðrum markmiðum en forgangsmarkmiði sínu og meginreglu laga nr. 155/2012 um hagkvæmni eða hæsta verð. Þýði ekki lögbrot Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir skýrsluhöfunda ekki verið að benda þarna á að farið hafi verið á svig við lög. Það sé ekki hlutverk stofnunarinnar að skera úr um ágreining um lagatúlkun. Hann segir hins vegar að skýrslan sýni fram á nægjanlega mikla annmarka á ferlinu. Til að mynda hafi greinargerð ráðherra um söluna ekki verið nógu skýr. „Við erum að benda á það að það eru mörg markmið sem koma fram í greinargerð ráðherra og minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi henni. Markmiðin hefðu mátt vera skýrari. Þetta eru ólík markmið, þau vinna ekki alltaf í sömu áttina, það þarf að sætta þau og að okkar mati hefði þurft að liggja betur fyrir hvaða vægi þú ætlar að gefa hverju markmiði fyrir sig,“ segir Guðmundur. Hann segir að Bankasýslan hafi ekki unnið málið nægilega vel. „Þessu tilboðsfyrirkomulagi hafði aldrei verið beitt áður. Það þarf að draga lærdóm af þessu. Ef þessu verður beitt aftur þarf að reisa þessu betri skorður en beitt var núna. Ég held að hvorki þing né þjóð hafi haft forsendur til að fjalla um þetta með þeim gagnrýna hætti sem hefði þurft,“ segir Guðmundur. Guðmundur bendir einnig á að það sé verið að rannsaka fleiri þætti. „Það eru ýmsir þættir sem snúa að þessu söluferli sem eru í höndum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það verður ekki fyrr en þeirri athugun er lokið sem það kemur heildarmynd af ferlinu,“ segir Guðmundur að lokum.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26 „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Vígðu bleikan bekk við skólann Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Bjarni leggur áherslu á að lög hafi ekki verið brotin Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hóf umræðu um skýrslu Ríkisendurskoðanda á Alþingi nú fyrir skömmu. 15. nóvember 2022 15:26
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11