„Við í ríkisstjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 18:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segja fjármálaráðherra hafa borið ábyrgð með því að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á bankasölunni. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina og fjármálaráðherra þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð vegna söluferils Íslandsbanka. Viðskiptaráðherra segir framkvæmd Bankasýslunnar á frekari einfaldri sölu, hafa mistekist. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrslu Ríkisendurskoðunnar sýna mikla annmarka á sölunni á Íslandsbanka. „Fyrst og fremst er ég bara vonsvikinn yfir sjálfri framkvæmdinni, eitt er verðið og hverjum munar í þeim efnum. En fyrst og fremst er ég vonsvikin yfir þeim áhrifum sem þetta getur haft á traust hér á landi,“ segor Katrín. Aðspurð hvort ráðherra beri ekki ábyrgð á ferlinu í heild svara Katrín. „Í fyrsta lagi kemur ekki fram að nein lög hafi verið verið brotin heldur snýst þetta fyrst og fremst um framkvæmdina og í öðru lagi við í ríkistjórn og fjármálaráðherra höfum axlað pólitíska ábyrgð.“ Aðspurð hvað gerist ef rannsókn Fjármálaeftirlits sýni að lög hafi verið brotin svara Katrín: „Ég held að það sé varhugavert að fara að tjá sig um það fyrr en það liggur fyrir hvað kemur út úr því,“ segir Katrín. Ekki flókin sala Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra vakti athygli á því þegar Íslandsbanki var seldur að hún hafi haft efasemdir um söluleiðina sem var valin. Þá kom fram í viðtali í Morgunblaðinu að ekki ætti alfarið að skella skuldinni á því sem aflaga fór við söluna á Bankasýsluna, ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðunina. Lilja segir nú Bankasýsluna alfarið bera ábyrgð á þeim annmörkum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að okkar helstu sérfræðingar geti ekki staðið betur að framkvæmd sem á ekki að vera svo flókin.Framkvæmdin er ekki nægilega góð. Bankasýslan ber ábyrgð á framkvæmdinni,“ segir Lilja. Aðspurð um afstöðu sína frá því í sumar þar sem fram að hún teldi að stjórnvöld sem tóku ákvörðun um þetta fyrirkomulag þyrftu að bera einhverja ábyrgð. Svarar Lilja. „Fjármálaráðherra óskaði eftir því að Ríkisendurskoðun færi yfir málið og hann er auðvitað þannig að bera ábyrgð á því.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir „Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11 Mest lesið Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Framkvæmdin var ekki nógu góð“ Viðskiptaráðherra segist ljóst að framkvæmd Íslandsbankaútboðsins hafi ekki verið nógu góð og að vönduð skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfesti það. Það séu vonbrigði að helstu sérfræðingar hafi ekki staðið betur að útboðinu sem eigi ekki að vera mjög flókið. 15. nóvember 2022 15:11