„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 18:18 Agnes Bragadóttir, fyrrverandi blaðamaður. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Aldís stefndi Agnesi fyrir það sem hún taldi meiðyrði um sig á Facebook-síðu Agnesar og Bryndísar Schram, móður Aldísar. Agnes er vinkona Bryndísar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, foreldra Aldísar en Aldís hefur um árabil sakað föður sinn um kynferðisofbeldi. Hún taldi ummæli Agnesar bæði ósönn og ósmekkleg og til þess fallin að verða virðingu hennar til hnekkis. Ummælin væru ennfremur algerlega án tilefnis. Agnes ýjaði meðal annars að því í ummælum sínum að Aldís hefði reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu á geðdeild Landspítalans. Hún hafnaði boði Aldísar um að láta málið niður falla gegn því að hún drægi ummælin til baka, bæðist afsökunar og greiddi miskabætur. Klúr, smekklaus og meiðandi framsetning ummæla Héraðsdómur taldi að ummæli Agnesar væru í eðli sínu staðhæfingar um staðreyndir frekar en gildisdómar. Að hluta til hafi þau fjallað um ætlaða refsiverða háttsemi. Ekki var tekin afstaða til þess hvort að fullyrðingar Agnesar um að Aldís hefði ráðist á sig og hótað að naugða sér á geðdeildinni væru sannar eða ekki. Þess í stað taldi dómurinn að Agnes hefði með ummælum sínum brotið gegn trúnaðarskyldum sem hvíldu á henni þegar hún heimsótti Aldísi á geðdeild. Tilgangur ummælanna hafi verið illvilji Agnesar í garð Aldísar. Agnes gæti ekki borið því við að um gildisdóm hafi verið að ræða þar sem þeir þurfi að eiga sér stoð í staðreyndum. Ekki megi heldur setja fram gildisdóma af hreinum illvilja. „Loks er framsetning ummæla stefndu svo klúr, smekklaus og meiðandi að útyfir tekur,“ sagði í dómnum. Niðurstaða dómsins var að í ummælum Agnesar hafi falist meingerð gegn æru Aldísar. Ekkert hafi komið fram í málinu sem gæti réttlætt þau og þau hafi verið engum gögnum eða rökum studd. Agnes hafi jafnframt ekki reynt að bera af sér ummælin á nokkurn hátt og þvert á móti haldið því fram að þau væru sönn. Agnes var þó sýknuð af kröfu Aldísar um að standa straum af birtingu dómsins opinberlega. Hún þarf engu að síður að greiða Aldísi 600.000 krónur í miskabætur og eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira