Segir meirihlutann í afneitun um „óleyfisframkvæmd“ Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. nóvember 2022 23:20 Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Árbæjarstíflu í kvöld. Vísir/Stöð 2 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur um að vera í afneitun um það sem hann kallar óleyfisframkvæmd að tæma Árbæjarlón. Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um að fylla lónið aftur. Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn. Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur ákvað að tæma Árbæjarlón og leyfa Elliðaám að renna nær óheftum í upprunalegum farvegum sínum haustið 2020. Íbúar í nágrenninu voru ósáttir og kærðu ákvörðunina. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að skipulagsfulltrúa borgarinnar hefði verið skylt að stöðva tæmingu lónsins á sínum tíma þar sem framkvæmdaleyfi hefði skort fyrir því. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að fylla Árbæjarlón aftur en meirihluti borgarstjórnar vísaði henni frá í dag. Björn Gíslason, borgarfulltrúi flokksins, sem lagði tillöguna fram segir úrskurð úrskurðarnefndarinnar þýða að borginni beri að láta fylla í lónið sem stærsta hluthafanum í Orkuveitu Reykjavíkur og eiganda Elliðaánna. Meirihlutinn sé hins vegar í afneitun. „Úrskurðarnefndin er búin að fella sinn dóm í þessu og hann er endanlegur,“ sagði Björn í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spurður að því hvers vegna Elliðaárnar mættu ekki renna í sínum gamla farvegi í ljósi þess að Árbæjarlónið væri aðeins um hundrað ára gamalt sagði Björn að íbúar í eystri hverfum borgarinnar söknuðu lónsins. Þar hafi verið mikið fuglalíf og lónið hafi verið aðaláningarstaðurinn við árnar. „Málið er einfaldlega það að þetta var óleyfisframkvæmd hjá Orkuveitunni og þessu ber að breyta. Þetta eru umhverfisspjöll sem hafa verið unnin hér í dalnum og því miður, meirihlutinn er að taka þátt í þessu með þessari afstöðu sinni,“ sagði Björn.
Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53 Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns falleinkunn fyrir borgina Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um tæmingu Árbæjarlóns vera falleinkunn fyrir borgina og Orkuveitu Reykjavíkur. Það sé til háborinnar skammar að borgin hafi ekki stöðvað tæminguna á sínum tíma. 24. október 2022 11:53
Bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar bar að stöðva tæmingu Árbæjarlóns tafarlaust er lónið var tæmt haustið 2020. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur ljóst að framkvæmdin hafi verið meiri háttar framkvæmd sem borið hafi að afla framkvæmdaleyfis vegna. 22. október 2022 12:45