Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 23:41 Lögreglumenn á vettvangi sprengingarinnar í þorpinu Przewodow í kvöld. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Sjá meira
Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58