Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 23:41 Lögreglumenn á vettvangi sprengingarinnar í þorpinu Przewodow í kvöld. Vísir/EPA Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Tveir fórust þegar flugskeyti féll við þorpið Przewodów í austanverðu Póllandi aðeins örfáum kílómetrum frá landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. Þjóðaröryggisráð Póllands var kallað saman vegna þess og var viðbúnaður hersins aukinn að honum loknum. Ekki lá fyrir í upphafi hvaðan flugskeytið kom en AP-fréttastofan hafði eftir bandarískum leyniþjónustumanni að það hefði verið rússneskt. Það hafði þó ekki verið staðfest og Rússar höfðu hafnað því. Nú segir pólska utanríkisráðuneytið að flugskeytið hafi sannarlega verið rússneskt. Zbigniew Rau, utanríkisráðherra, hafi kallað rússneska sendiherrann á sinn fund og krafist tafarlausra og ítarlegra skýringa. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, hafði fyrr í kvöld fullyrt að flugskeytið sem lenti í Póllandi hefði verið rússneskt en lagði ekki fram sannanir fyrir staðhæfingunni. Heimildir Reuters-fréttastofunnar herma að sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komi saman til fundar um málið að beiðni Pólverja á morgun. Samkvæmt stofnsáttmála NATO geta ríki farið fram á fund ef þau telja öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmálinn skyldar NATO-ríkin einnig til þess að bregðast við ef ráðist er á eitt þeirra.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. 15. nóvember 2022 22:37
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. 15. nóvember 2022 21:43
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58