Það var enginn tilbúinn í þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Regína Ósk hefur náð langt í tónlistinni en einnig gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir/vilhelm Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”