Greint er frá þessu í Facebook-færslu Brunavarna Skagafjarðar. Þar segir að snör viðbrögð vegfarenda og húseigenda hafi orðið til þess að tjónið varð ekki meira en orðið var. Timburpallur og íbúðarhús sem liggja samhliða kofanum sluppu með skrekkinn.
Slökkviliðið mætti svo á staðinn, slökkti eldinn og gekk úr skugga um að ekki væri að finna frekari glæður í kofanum. Ástæðu eldsins má líklega rekja til bilunar í ljósabúnaði.